GABRÍEL.
Gabríel er Brkiengill upprisunnar og er á 4. geisla. Hann dvelur í athvarfi 4. geislans og vinnur með Serapis Bey. Honum er kunnug guðdómleg áætlun sérhvers lífsstraums sem tilheyrir jörðinni og þekkir Kristssjálf einstaklinganna.
Gabríel kom hingað til þess að viðhalda Guðshugmyndinni hjá einstaklingunum svo og guðdómlegri áætlun fyrir þá og jörðina. Þjónusta hans er að vekja tilfinninguna um tilvist Kristssjálfsins í ytri meðvitund mannsins og tilfinninguna að vera eitt með Kristsvitundinni.
Þjónusta hans er einnig að vekja dulda krafta innra með Iffsstraumunum.
Gabríel lofaði Maríu, áður en hún fæddist sem móðir Jesú, að hann myndi færa niður í meðvitund hennar vitneskjuna um hlutverk hennar í þeirri jarðvist á réttum tíma.
Hann gerði henni líka kleift að sjá Ég er Nærveru Jesú. Þetta hjálpaði henni við að halda fmynd fulíkomleikans fyrir hugskotssjónum Jesú allt hans líf.
Gabríel aðstoðaði einnig við upprisu Jesú. Hann er engillinn sem velti steininum frá grafhvelfingunni á páskadagsmorgun. Gabríel hefur
gullið hár.
Kalllag hans er Intermezzo úr óperunni Kavalería Rusticana.

HOPE.
Hope (Von) er Erkiengill á 4. geisla og tvíburageisli Gabríels.
Eiginleiki hennar er von.
Vonin er eilíf, alltaf til staðar, jafnvel á erfiðustu tímabilum lífsins. Eiginleikinn von táknar að maður geti haldið áfram til meira Ijóss. Innra með okkur öllum er einhvers konar neisti vonar.
Það er vegna þess að Hope hefur sent neista af eiginleika sínum í hvem lífsstraum og í gegnum hann getur hún aukið vonina hvenær sem er.
A þennan hátt hjálpar hún Kristsvitundinni við að fullkomna hina guðdómlegu áætlun.
Hope vinnur við að sá og viðhalda von og eldmóði í öllum og veitir tilfinningu um eftirvæntingu og Kfsþrótt, léttleika og bjartsýni. Hún er andinn eða veran sem er í upprisuloganum. Hún og Gabríel starfa í Musteri Upprisunnar. Hún er hvítgullin eins og glitrandi ópalar.

(Heimild Hvítabræðralagið Helgistjórn Jarðarinnar)