Orkustöðvar mannsins.

Þegar hugsað er um orku stöðvar líkamans kemur fyrst upp í hugann sjö aðal stöðvar sem eru, Rótarstöð, Naflastöð (kyn-stöð), Sólar-Plexus, Hjartastöð, Hálsstöð, Ennissöð, Krónustöð.

Fyrir ofan þessar sjö eru allt að sjö stöðvar sem tilheyra orku-líkamanum og eru oftast nefndar sólir, enda eru þær mun bjartari en líkams-stöðvarnar, þessar stöðvar virkjast smá saman í samræmi við orku-uppbyggingu hvers og eins.

Rótarstöð, Litur rauður.

Rótar stöðin er tenging við jarðar orkuna og hefur fyrst og fremst tvennan tilgang, í fyrsta lagi að viðhalda orku flæði holdlega líkamans og í öðru lagi að tryggja flæði jarðar orku til andlega líkamans og þar með að jafnvægi í orku flæði áruhjúpins.

(1)Hinn holdlegi líkami þarf stöðugt orku-flæði ef honum á að líða vel því er það mikilvægt að rótar-stöðin sé virk og stafi eðlilega þetta á við um alla en þó sérstaklega þá sem eru að vinna við miðlun, heilun og aðra vinnu með orku og ljósi. Hvað varðar áhrif þessa orku-flæðis þá þýðir það, að sé það ekki til staðar þá vantar hinn holdi klædda líkama orku og þegar hann vantar orku kallar hann á mat sem hann veit að gefur orku, en merkilegt er að matur getur ekki gefið þessa orku og því kallar líkaminn á meira og meira og til verður of þungur og of vaxinn líkami, og hvað hindrar svo að þetta orku streymi sé í lagi?

Í fyrsta lagi er það oftast hirðuleysi og tíma leysi við gefum okkur ekki tíma til að hirða líkamann og hlusta á þarfir hans við bara keyrum áfram á meðan við stöndum uppi, og í öðru lagi þá erum við með mikið af særðum tilfinningum sem hindra streymi orkunnar um tilfinninga stöðvar okkar eins og nafla-stöð og sólar-plexus eru kallaðar, með þessu er ég að segja að við þurfum að gefa okkur tíma til að heila og hirða um þá tilfinninga flóru sem við göngum í gegnum á degi hverjum og þarf það ekki að vera tíma frekt það þarf bara að gera það, það sem tekur nokkurn tíma og talsverða þolinmæði er að fara í gegnum það sem er liðið og sumt fyrir mörgum árum síðan, það þarf samt ekki að taka mikinn tíma á hverjum degi heldur þarf að gefa því lengri tíma og gera alltaf eitthvað alla daga. Það sem við þurfum fyrst og fremst að vera meðvituð um er að rótar-stöðin er orku-stöð líkamans í holdi og sér um að viðhalda hans orku og sé það vanrækt erum við að kalla fram bein viðbrögð í honum.

(2) Hvað varðar tengingu jarðar orkunnar við áru-hjúpinn okkar þá erum við að leita að jafnvægi þegar við tengjumst jarðar orkunni, það felst í því að til þess að við getum verið í hring flæði orkunnar þurfum við bæði að hafa plús og mínus eins og raf-orkan, flæðið að ofan er plús og jarðar orkan mínus. Til hvers þurfum við jarðar orkuna? (mínusinn) það er vegna þess að án hennar hefur orku-flæðið að ofan (alheims-orkan) ekki nema mjög lítinn aðgang að okkar orku-flæði og þar með er næringin okkar takmörkuð, (það sem við þekkjum best sem orku-leysi við erum alltaf þreyt og tölum orku-þjófnað).

Hvað er til ráða svo við getum breyt þessu ástandi, fyrir þá sem eru lítið inn í andlegri-uppbyggingu er einfaldast að tengja sig inn á náttúruna með gönguferðum, eða með því að nota hugann til að tengjast fallegum stöðum í náttúrunni og hugsa um leið um kraft og fegurð þeirra mynda, með því að gera þetta svona er enginn hætta á því að við tengjumst of sterkt inn á jarðar-orkuna. Sértu á hinn bóginn inn í andlegum-málum og meðvitaður um orkuna þá þarftu að hafa það fyrir sið að jarð-tengja þig í upphafi hvers dags og byggja þannig upp flæðið fyrir daginn, vegna þess að á meðan við sofum minkar jarð-tengingin og flæðið svo við getum sofið og hvílst. (3)Hvað varðar þá sem eru að vinna með orku og ljós hvort heldur miðla eða heilara þá er þeim jarðar-orkan mjög nauðsynleg til að geta á auðveldari hátt náð að flytja orkuna, og þannig haldið jafnvægi á sinni eiginn orku, það felst í því að þegar verið er að miðla og eða heila er viðkomandi farvegur fyrir ákveðið orku-flæði til þess sem þiggur hjálpina og sé það gert á þann hátt að orku-tenging sé góð við móðir jörð þá getur viðkomandi skilað frá sér nánast allri þeirri orku sem flæðir í gegnum hann og þarf ekki að notast við neitt sjálfur, með öðrum orðum hann fæðir sinn eiginn líkama frá móðir jörð og þiggur síðan orku-inn gjöf að launum að verki loknu.

Naflastöð (kyn-stöð), Litur appelsínu gulur.

Um nafla-stöðina er í sjálfu sér margt að segja því hún hefur að geima allan okkar hvata þátt (1) og stjórnun hans, hún er líka hluti af samskipta- kerfi okkar við umheiminn því þar tökum við áhrif frá umhverfinu (2) ásamt í gegnum sólar-plexus, það er því mikilvægt að ná að hreinsa og samræma nafla-stöðina.

(1) Hvatir okkar geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar, ef við lítum fyrst á nokkra jákvæða þætti hvatanna sem við geimum í nafla-stöð (hvata-stöð), í fyrsta lagi er sú hvöt sem flest allir þekkja það er kynhvötin hún er einn af frum-hvötunum hún tryggir viðhald stofnsins og er því nauðsynleg manninum líkt og öllum dýrum jarðar, kynhvötin hefur jákvæða orku-birtingu og mjög milda og fallega orku, en það er með hana að það er hægt að birta hana á neikvæðan hátt eins og alla orku-birtingar það er undir þér komið hvernig þú birtir hana, séu allar lægri hvatir hreinsaðar frá kynhvötinni er hún einn af öflugustu heilunar orkum sem til eru í okkar orku-formi, því að líkamleg birting hennar ar aðeins lægsta birtingar-formið og líkamanum ósjálfrátt, það þarf því að klippa á þessa sjálfvirku tengingu við líkamann til að geta beitt þessari orku við heilun, það er þó mjög sjaldgæft að henni sé beitt á meðvitaðan hátt og eru það aðeins þeir sem náð hafa uppljómun sem það gera, aftur á móti beita hjálp-endur úr anda-heiminum henni að heilaranum ómeðvituðum, það skal þó tekið fram að engin skildi gera á því tilraunir hvor hann ráði við slíka heilun, til þess er of mikið lagt undir og enginn skildi stunda heilun inn á ákveðna hluta líkamans nema um sé að ræða heilun í hóp þar sem fleiri en einn vinna saman, eða þá að hafa einhvern til að sitja hjá sér á meðan.

Í öðru lagi er hvatir sem tilheyra tilfinninga sviði okkar (eða geð-sviði eins og sumir mundu segja), sú flóra hvata sem hér er verið að fara inn á er mjög fjölbreytt og í raun mikið af ólíkum hlutum allt frá mikilli gleði til djúprar sorgar og allt þar á milli, í sumu stjórnar nafla-stöðin þessum tilfinningum einn en í öðru með sólar-plexus og jafnvel hjarta-stöð.

(2) Við eigum samskipti við umhverfi okkar með mörgum orku-stöðvum bæði til að senda út og taka á móti þó eru það engar ýkjur að nafla-stöðin er þar áhrifa mest bæði í því sem við sendum frá okkur og þó enn frekar í því sem við tökum á móti, hvað varðar það sem við sendum frá okkur er stærsti hluturinn sjálfs mynd okkar sem fer í gegnum hana og því kemur það þannig út, að séum við að glíma við bældar tilfinningar og tilfinningar sem er mjög sárar sendum við oft út skerta sjálfs mynd, mynd sem segir fólki allt annað en við viljum segja því, við erum inn í sársauka og jafnvel sorg við slíkar kringumstæður erum við mjög lítil hið innra og oft óörugg með okkur, afleiðingin verður oftast sú að fólkið sem verður á leið okkar les þessa orku sem við sendum frá okkur sem veika orku og ákveður að ganga yfir okkur eins og stundum er sagt og þar með erum við oftar en ekki kominn inn í hringiðu sem erfitt er að losna úr, þessi hringiða myndast vegna þess að þegar gert er á hlut okkar sem fyrr segir verðum við sár og skiljum ekki hvers vegna við verðum fyrir því sem við köllum óréttlæti!

En eins og okkur ætti að vera ljóst bregðumst við og þar með allir í kringum okkur við orkunni sem við göngum í ósjálfrátt, þess vegna er það svo mikilvægt að við séum meðvituð um það sem við sendum frá okkur, og gerum allt sem við getum til að halda bæði jákvæðri og sjálfstæðri orku-mynd af okkur í huganum, og síðan að takast á við okkar eiginn tilfinningar sem mest jafnóðum og þær koma og afgreiða þær, í stað þess að geima þær og láta þær vaxa og hafa sífellt meiri áhrif á líf okkar.

Hvað varðar það sem við tökum inn á okkur í gegnum nafla-stöðina þá skiptir mestu í því sambandi að við leifum ekki fólki að ná tökum á okkur með því að vekja samúð eða annan hátt að blanda okkur inn í hluti sem okkur kemur ekkert við, þegar við skoðum þetta nánar sjáum við að fólk er alltaf að gefa öðrum mikilfenglegar lýsingar á því sem er að gerast í lífi þess og er það eðlilegt en það er okkar að hlusta, og vega síðan og meta hvað fólk er að segja og gefa síðan okkar álit ef við kjósum svo, en við eigum ekki að láta hrífa okkur með á bylgjum tilfinninga þar sem að í lokinn við sitjum uppi með pakka af tilfinningum sem við eigum ekkert og í sjálfu sér skiljum ekki, það er enginn að segja að við getum ekki tekið þátt í glaum og gleði þó við neitum að bera annarra tilfinningar. Stundum þegar ég horfi á nafla-stöð hjá fólki þá er hún helmingi stæri en eðlilegt getur talist af því má sjá hversu mikið við berum með okkur af tilfinninga flórunni.

(3) Hreinsun nafla-stöðvarinnar hefur það markmið að ná jafnvægi á tilfinningar okkar og að virkja hana síðan svo heildar orku-flæði okkar verði betra og jafnara, fyrsta skrefið í slíkri hreinsun verður að vera að byrja að átta sig á tilfinningum sínum og gera sér grein fyrir hvað það er sem lætur hæðst í því sambandi, einn af fjölmörgum leiðum til þess er að gefa sér tíma þegar við getum átt stund í næði án truflunar, setjast þá niður loka augunum og kyrra hugann þá fara að flæða fram tilfinningar sem við erum bæði sátt og ósátt við, síðan segjum við (í huganum) hvað þarf ég mest á að halda að græða NÚNA og tökum FYRSTU hugsun sem kemur til baka þegar hún er fenginn sjáum við fyrir okkur að þeir atburðir sem í þessari hugsun eru séu umvafðir hvítu ljósi síðan skoðum við þá í huga okkar og reynum að finna leið til að sættast við þá, reynum að velta upp ný-um flötum á þeim sem okkur gæti hafa sést yfir í hita dagsins, hér skal tekið fram þetta á ekki við ofbeldi af neinu tagi, en það er með það eins og allt annað það breytist ekkert nema við breytum því sjálf), þegar hér er komið gerum við okkar besta til að fyrirgefa og sleppa þessum tilfinningum og gefa þeim frelsi sem og okkur, þetta getur tekið nokkur skipti og er ekki óeðlilegt, grunurinn á bakvið þessa aðferð er það eina sem við getum breytt erum við sjálf, og takist okkur það að þá breytti það hugsanlega öðrum, hver er þá ávinninginn með þessu ef það bara hugsanlega breyttir öðrum og þar með okkar kringumstæðum? Jú við höfum þó alltaf breytt okkar eiginn líðan og gert líf okkar sjálfra betra og heilbrigðara.

Sólar-plexus, Litur gulur.

Sólar-plexus er efri tilfinninga stöð og vinnur bæði með nafla-stöð og síðan upp með hjarta-stöð, hún hefur líka mikilvægu hlutverki að gegna í samskiptum okkar við umhverfið og stjórnar þeim að hluta, hún tekur inn alla þá atburði sem snerta okkur djúpt og særa okkar dýpstu tilfinningar, þessum tilfinningum deilir hún með hjarta-stöð , og hún sendir út hluta af sjálfsmynd okkar og birtir vilja þátt hennar og hefur því mikið að gera með okkar viljafestu Því verður að teljast mjög mikilvægt að ná tökum á orku-streymi hennar og um leið að hreinsa út særðar og bældar tilfinningar. Sem efri tilfinninga stöð er sólar-plexus tengiliður milli lægri tilfinninga (hvata) í nafla (hvata)-stöð og æðri tilfinninga (kærleika) í hjarta-stöð og gegnir þar því hlutverki að samræma og sameina þessar tilfinningar, og það er undir ástandi hennar komið hvort við náum að birta okkar eiginn vilja gagnvart öðrum eða ekki.

1)Þær tilfinningar sem við tökum inn í sólar-plexus eru þær tilfinningar sem rista djúpt í lífi okkar (það sem við köllum áföllin í lífi okkar), það gefur að skilja það hlýtur að vera talsverð vinna að hreinsa og jafna orku-flæðið í þessari orku-stöð enda mundi eg segja að tvö ár væri svona meðal tími á vinnu með orku-stöðvarnar getur verið bæði lengri eða styttri (miðast við að unnið sé með allar orku-stöðvarnar á sama tíma sem er æskilegt), það segir sig sjálft að þar sem sólar-plexus og hjarta stöð vinna saman þá finnum við fyrir þessum særðu tilfinningum í hjarta-stöð og þar af leiðandi hafa þær djúpstæð áhrif á hvernig við birtum kærleikann okkar (vegna biturleikans). 2) Hvað varðar það sem sólar-plexus sendir frá sér, er hennar hluti af sjálfsmyndinni mikilvægastur, en hún birtir vilja þátt hennar og einnig álit okkar á öðru fólki í samstarfi við hjarta-stöð, hvað varðar vilja þáttinn þá er hann bæði mikilvægur svo við getum birt vilja okkar öðru fólki, en ekki síður hefur hann að gera með okkar eiginn vilja það er að segja hversu vel okkur gengur að framkvæma langanir okkar og hversu stefnuföst við erum, hvað varðar birtingu viðhorfs okkar til annarra þá er þar mikilvægast að með skertum vilja þá getum við virkað eins og stefnulaust rekald í augum annarra, og með særðum vilja virkum við fráhrindandi á annað fólk, (nokkur orð um særðan vilja, við berum særðan vilja þegar við höfum alist upp eða búið við, að vilji okkar hefur verið sniðgenginn um langan tíma, því þá hættum við að hafa trú á okkar eiginn getu til að framkvæma, afleiðingin er að við förum að hrinda frá okkur fólki ómeðvitað svo við þurfum ekki að taka afstöðu,) hvað varðar að birta álit okkar á öðru fólki þá getur það orðið óþarflega kuldalegt ef við náum ekki að mynda flæði milli hjarta-stöðvar og sólar-plexus, sem þýðir að við getum ekki átt eðlileg samskipti við fólk og að lokum gefumst við upp á að reyna það, orsökin er venjulega sú að kærleikurinn sem er okkur eðlilegur í samskiptum við fólk kemst ekki til skila út í orku-flæðið okkar þó við finnum fyrir honum hið innra með okkur, því er það svo mikilvægt að flæði sólar-plexus sé gott, og þeir hnökrar sem þar kunna að ver séu græddir.