Orkustöðvar mannsins.

Hjartastöð, Litur grænn.

Hjarta-stöðin er miðja hinna líkamlegu orku-stöðva og það á fleiri en einn veg, í fyrsta lagi er hún í miðju hinna sjö orku-stöðva og vinnur þannig bæði með tilfinninga stöðvunum fyrir neðan og með hinnum andlegu stöðvum fyrir ofan, og í öðru lagi er hún lykilinn að sameiningu andlegra og holdlegra líkama. 2) En aðalhlutverk hjarta-stöðvarinnar er að birta og túlka kærleikann (ástina) okkar 1), og af framan sögðu sést að hjarta-stöðin er miðstöð heilunnar og umhyggju fyrir fólki og umhverfi.

1) Aðalhlutverk hjarta-stöðvarinnar er að birta kærleika og ást hvort heldur það er til fólks eða hluta, en að sjálfsögðu gerir hún það ekki án stuðnings frá öðrum orku-stöðvum því orkan okkar er einn heild og vonandi í sem mestu heildar flæði, sú orku-stöð sem hefur mest áhrif á hjarta-stöðinna er sólar-plexus en sú orku-stöð sem hjarta-stöð hefur mest áhrif á er háls-stöð (tjáningar stöð).

Hjarta-stöðin birtir kærleikann eins og áður segir, aðalhindrun hennar eru þau sár sem við berum á sálinni ( sár á sálinni eru þau áföll sem við höfum orðið fyrir og rista dýpst í vitund okkar, geta bæði verið áunnin eða orsökuð af öðrum), þessi sár getum við grætt með kærleika og umhyggju en það tekur oftast lengstan tíma og mesta þolinmæði af öllu því sem við þurfum að græða, hrein og vel virk hjarta-stöð birtir allan vilja í kærleika og án sjálfsins (eða án hins stóra ÉG), hún bregst við ósjálfrátt í kærleika og reynir að bæta úr öllu og græða allt.

2) Hjarta-stöðinn hefur einnig það hlutverk að samræma okkar holdlega og andlega líkama, eins og farið hefur verið inná í umfjöllun um neðri orku-stöðvarnar tilheyra þær okkar holdlega líkama meira og minna og þeirri orku sem er bundin við holdlegar hvatir, en með hjarta-stöðinni byrjar hinn andlegi þáttur að verða sterkari eða ríkjandi þáttur og vegna þess kemur það í hlut hjarta-stöðvarinnar að sameina þessa tvo hluta, þessi sameining sést helst í þeirri mynd sem við sendum út til annara í kringum okkur og svo í þeirri mynd sem við gefum okkur sjálfum, er þessi mynd nægætinn sanngjörn og kærleiksrík en sjálfstæð?

Sé svarið í sannleika já þá er starfsemi hjarta-stöðvarinnar í samræmi, sé svarið kannski eða jafnvel nei við einhverjum þessa þátta er verk að vinna í kærleika og sátt.

3) Hvað varðar heilunnar þátt hjarta-stöðvarinnar þá er það mitt álit að án þess að hafa gott flæði í hjarta-stöð verði enginn heilun því allt sem gefið er gefum við með glöðu hjarta, og þar með má segja að komi ekki löngun frá hjartanu til að hjálpa og græða sjálfan sig og aðra þá sé eins gott að láta kyrrt liggja, sterk orð en engu að síður mitt álit.

Hjá þeim sem stunda heilunnar störf (það er andlega heilun og miðlun) er það hjarta-stöðinn sem stjórnar heilunnar orkunni með þeim hætti að hún gefur orku inn í orkusvið þess sem þiggur þótt svo að tengingar séu myndaðar með höndum, hlutverk handana er meira að fara með og stjórna takmarkaðri orkugjöf á einstaka svæði, hjarta-stöðinn sjálf gefur aftur á móti heilunnar orku beint inn í orkusvið viðkomandi og nærir það með kærleika og umhyggju, einn besta sönnun þessa er þegar fólk kemur í heimsókn biður ekki um eitt eða neitt situr og spjallar og síðan segir fólk vera hreint endur nært á eftir, um heilun þarf ekki að biðja sé hennar þörf og kringumstæður fyrir hendi að hún geti átt sér stað, því þá gefur hjarta-stöðin okkar alla þá heilun sem hún er fær um hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki, þannig hjálpum við alltaf hvort öðru á einhvern hátt séum við í jafnvægi til þess og orkuflæði okkar í meðallagi gott.

Hálsstöð (tjáning), Litur blár.

Háls-stöðin er tjáningar-stöðin okkar, með henni sendum við út það sem við viljum birta öðrum 1).

Hún er einnig mikilvæg fyrir þá sem eru miðlar og stunda heilun 2)

Háls-stöðin okkar er mjög mikilvæg, því hún sameinar efni og anda og flæðið í henni sker úr um hversu vel við getum tjáð okkur, ekki aðeins orku-lega heldur líka í orðum, hún vinnur með hjarta-stöð og ennis-stöð, hún tjáir okkar sýn á umhverfið og birtir hana í kærleika sé flæði okkar í meðallagi gott.

1)Aðal-hindrun háls-stöðvarinnar er ótti, ótti við höfnun og útskúfun.

Það er okkur nokkuð mikilvægt að flæði háls-stöðvarinnar sé gott og að hún geti unnið í samhljóm með hjarta-stöð og ennis-stöð (þriðja-auganu), vegna þess að hún birtir sýnir okkar á umhverfið, fólk og málefni það er því mikilvægt að við getum tjáð þá sýn í kærleika og frá hjartanu.

Til að svo geti orðið þurfum við að sigrast á óttanum, hræðslunni við að verða okkur til skammar og svo framvegis, það er ekki létt verk í sjálfu sér þó við megum vita það að ef við fylgjum hjartanu þá getum við aldrei orðið okkur til skammar, því geti einhver ekki séð hlutina á sama hátt og við og þarf að hæða okkur fyrir, er það hans mál ekki okkar, því það getur enginn séð hlutina á sama veg og við.

2)Fyrir þá sem fást við miðlun er háls-stöðin mjög mikilvæg vegna þess að á henni ræðst hvers vel og rétt hann kemur til skila því sem hann er að miðla, það þarf þó ekki að hafa með það að gera hversu rétt miðilinn tekur á móti skilaboðum heldur hversu vel hann getur komið þeim til skila, gangi ekki vel að koma skilaboðum frá sér þá myndast hætta á misræmi í túlkun.

Ennisstöð(þriðja augað), Litur intigo blár.

Ennis-stöðin eða þriðja-augað er miðstöð andlegrar vitundar, þegar andleg opnun á sér stað byrjar hún á opnun í þriðja-auganu og þriðja-augað er síðan í þróun svo lengi sem þú þróast 1).

Flæðið í þriðja-auganu hefur áhrif á tjáningu á huglæga sviðinu1), og síðan nemur hún og mótar andlega tjáningu 2).

1) Í daglegu lífi er þriðja-augað fyrst og fremst sú orku-stöð sem nærir hugmynda flugið okkar og viðheldur snerpu hugans, ennis-stöðin er sú stöð þar sem við hugmyndum hlutina í kringum okkur og sjáum fyrir okkur að hlutirnir gerast og þannig er hún mikilvæg í að skapa okkar eiginn veruleika, og þess vegna hefur flæðið í ennis-stöðinni svo mikill áhrif á hvort við fáum snjallar hugmyndir og getum tjáð þær og notað.

2) Í andlegri tjáningu gegnir ennis-stöðin lykill hlutverki hvort heldur að þú starfar í þeim geira eða ekki, því að undir andlegan veruleika flokkast allt sem ekki er áþreifanlegt og efniskennd, en mikilvægust er ennis-stöðin í þessu sambandi fyrir þá sem starfa í miðlun og heilun, eftir því sem betra flæði er í henni þeim mun betur gengur miðlinum að tjá þau skilaboð sem hann er farvegur fyrir, einnig gegnir ennis-stöðin miklu hlutverki hjá hugvísinda mönnum því þeir eru oft að höndla það óræða sem hvergi hefur verið skrifað.

Aðal-hindrun ennis-stöðvarinnar er ótti og vantraust, óttinn dregur saman flæði hennar, vegna þess fyrst og fremst, að við óttumst að verða okkur til skammar, en vantraustið vegna þess, að þá treystum við ekki sýn okkar og erum sífellt að reyna að breyta henni, í samræmi við það sem við þekkjum fyrir, að yfirvinna þessa tvo þætti tekur fyrst og fremst tíma og þolinmæði og síðan að leifa okkur, að skoða og móttaka það sem flæðið færir okkur og dæma það ekki.

Höfuðstöð (krónustöð), Litur fjólublár (svipað og lótusblóm).

Höfuð-stöðin er fyrst og fremst sú orku-stöð sem tengir okkur við alheims-orkuna og er það aðalhlutverk hennar 1), en einnig tengjumst við leiðbeinendum okkar í gegnum höfuð-stöðina fyrst til að byrja með 2), en síðar færist sú tenging ofar í orku-líkamann.

1) Við tökum orkuna okkar inn um höfuð-stöðina hvort sem við erum meðvituð eða ekki, það fer nokkuð eftir því hversu mikið flæði er í henni hvernig okkur gengur að halda framkvæmdar orku yfir daginn, með því að biðja um meira orku-flæði til okkar þá getum við aukið þetta flæði hægt og rólega, því það er ekki sjálfsagt að það sé gott flæði í orku-stöðvununum okkar en það er öruggt að ef þú ert að lesa þetta þá er einhvað flæði í þeim öllum.

2) Á meðan við erum að opnast til samskipta við leiðbeinendur okkar þá tengjumst við þeim í gegnum höfuð-stöðina, það er ekki fyrr en við förum að sjá og heyra í gegnum þær orku-stöðva sem til þess eru að þeir byrja smátt og smátt að færa þessar tengingar á sinn stað þar sem þær verða síðan til frambúðar.

3) Aðal hindrun höfuð-stöðvarinnar er vantrú og neikvæðni.

Fyrir ofan höfuð-stöð eru þrjár orku-stöðvar í andlega-líkamanum, þessar orku-stöðvar eru sálar-tengingarnar okkar, þær virkjast hægt og rólega eftir því sem við verðum meðvituð um okkur sjálf og hver við erum, ég munn gera þeim betri skil síðar.