14.05.01.

Að spila á strengi annarra.

Þið ættuð að hugsa til þess tilheyrendur góðir, að það er alvarlegt mál þegar við gerum okkur leik að því, að spila á strengi tilfinninga annarra og gera lítið úr þeim sem ganga með okkur í jarð-vistinni, vegna þess að við erum svo heil og fullkomin sjálf.

Þú ættir að hugsa til þess sem lest þennan pistill, að tilfinningar annarra eru alveg jafn heilagar og tilfinningar þínar, það er engum samboðið að gera lítið úr öðrum einstakling sem er að fást við sína hluti eins og þú við þína.

Og við skulum átta okkur á því, að þegar þú ert að spila á strengi annarra þá ert þú aðeins að fá útrás fyrir eiginn hégómagirnd, þá hégómagirnd að sína öðrum yfir hverju þú hefur vald, en þú ættir líka að hugsa til þess að ef að sá sem þú ert að spila á snýr sér við og fer að spila á þína strengi, þá eru þar líka falska nótur og þær eru kannski mun falskari heldur en þú í þínu yfirlæti hefur látið þér detta í hug.

Þetta kann að vera býsna gagnort hjá mér hér í upphafi, en svona verða til allar deilur sem eru á meðal ykkar mannana, svona verður til allur misskilningur sem upp kemur og svona verður yfirleit til mest öll reiði sem upp kemur, vegna þess að einhver telur sig hafa leyfi til þess að ráðskast með tilfinningar lífsmáta og hvatir annarra og vegna þess að þú, þú ætlar öðrum það sama og þú hugsar sjálfur, en þarft að gera þér grein fyrir því að það hugsar einginn eins og þú, vegna þess að þó þú á þennan hátt spilir á strengi annarra þá breytir það því ekki að þú ert einstök og sérstök það er enginn eins og þú, það er enginn sama listaverkið og þú.

Það sem aftur á móti veldur því að þú ert að spila á annarra strengi, eru þær kringumstæður þau munstur sem þér hafa verið kennd, þessi munstur eru langt frá því að vera heilög, þessi munstur eru áskorun fyrir þig til þess að uppræta, til þess að vinna með og veita frelsi, svo þú getir lesandi góður, umgengist meðbræður þína á jörðinni sem jafninga, sem einstakt og sérstakt listaverk eins og þú ert og þannig skref fyrir skref gefið sjálfum þér frelsi til að njóta innri friðar og kærleika og síðan til þess að leifa öðrum að njóta af kærleiks-brunni þínum og áður en þú byrjar að leika á strengi annarra næst, ættir þú að hugsa til þess að sá hinn sami er listaverk eins og þú, jafningi þinn bróðir þinn systir þín, alveg jafn falleg sál og þú, alveg jafn einstök og sérstök og þú, byggð upp af sama kærleikanum og þú.