21.05.01.

Treystu á sjálfan þig.

Treystu á sjálfan þig hvað sem þú ert, því það kann að vera gott að treysta á aðra, það kann meira að segja að vera þægilegt og hentugt og fría sjálfan þig því að taka ábyrgð á sjálfum þér.

En treystu samt alltaf á sjálfan þig, því það er eina leiðinn sem þú hefur til þess að vita hvort þú ert að gera rétt eða ekki.

Það er eina leiðinn sem þú hefur til þess að skilja sjálfan þig, það er að treysta því að þín hugsun sé alltaf rétt fyrir þig og að skilja það, að annarra hugsun getur í besta falli verið aðstoð við þig til þess að finna þína réttu hugsun, til að skilja það að annarra hugsun getur aldrei verið ætluð þér til framkvæmdar, en um leið til þess að skilja það að allir í umhverfi þínu eru bræður þínir og systur og þú ert kominn til þess að vinna með þeim í jafnvægi og sameiningu að betri heimi, að betri jörð sem hefur að innihaldi meira ljósmagn, meiri jákvæðni heldur en hún hafði þegar þú komst til hennar.

Treystu því að þitt markmið hvernig sem það hljómar í hugsun þinni er þér rétt, treystu þér líka til þess að vinna úr þessu markmiði, gefðu þér til þess tíma að skilja það, sjá það frá öllum hliðum og síðan að framkvæma það, treystu því líka að þegar þú hefur fengið skilninginn, skilning sem er alltaf jákvæður, skilning sem alltaf er til hagsbóta fyrir nágranna þinn, bróðir þinn systur þína, þegar sá skilningur er kominn þá mun þér alltaf verða kleift að framkvæma þá hugsun, að koma henni í verk.

Treystu því líka að þegar þú gengur út í nýjan dag að morgni hans, að þá sért það þú einn sem vitir nákvæmlega hvernig sé dagur verður þegar hann að kveldi kemur og það er allt í þinni hendi hvernig þér líður, hvaða viðhorf þú berð með þér heim að kvöldi dags.

Ábyrginn á sjálfum þér er þín, það er enginn annar sem þú getur ættlast til að axli hana.

Kann að vera að mælt sé að vanda sterkum orðum, þó finnst mér þetta aðeins framsetning á sannleikanum í sinni einföldustu mynd.

Megi blessun Guðs fylgja ykkur öllum. Meistari sjöunda geisla.