24.08.01.

Hlusta á Hjartað.

Ég bið alla sem þetta lesa að hafa það í huga, að til að finna sína leið þarf að hlusta á hjartað.

Hjartað er í raun það eina sem þið höfðuð með ykkur til að vísa ykkur ykkar einstöku leið.

Því að það býr yfir því leiðarkorti sem þú ákvaðst að fara áður enn þú lagðir upp í þessa ferð sem lífið er.

Hjartað vísar veginn, þinn eistaka veg og ekkert annað getur gert það betur.

Því það er sama hvað hver segir við þig, að passi það ekki þínu hjarta passar það ekki fyrir þig.

En því lengur sem maður hlustar ekki á hjartað, dofnar rödd þess og hætta er að villast eins þið kallið það.

Því lengri tími sem líður þangað til maður nær að hlusta skiptir í raun engu máli, því sú leið sem farinn var þangað til var rétt miðað við þær aðstæður sem til staðar voru.

Og sá lærdómur og skilnungur sem náðist á þeirri leið alltaf dýrmætur. Því það er ekki til röng leið, það eru allar leiðir réttar, því þetta var þín einstaka leið til að komast þangað sem þú ert í dag.

Öllum ber að hafa það í huga að hjartað er alltaf til staðar.

Viska þess er þín einstaka viska.

Viskan sem þú lesandi góður ákvaðst að taka með með þér í þetta líf, og sú viska sem þú sást fyrir að þú þyrftir til að klára þitt hlutverk “Þitt einstaka hlutverk”

Miðlað frá stjórnanda 2. geisla Lantó