25.10.01.

Jarðvistin er dýrmæt.

Mig langar til að biðja fólk að hugsa til þess, hversu það fær dýrmætt tækifæri til þess að lifa hér á jörð.

Lífið er endalaust eins og við höfum oft sagt hér áður, það er spurning um holdlegan líkama eða ekki.

En þetta tækifæri sem fólki gefst með því að koma inn í þennan holdlega líkama er einstakt og sérstakt, þetta tækifæri að fá að takast á við það sem stundum eru kallaðar holdlegar tilfinningar og hvatir, að fá að yfirvinna þær, læra að þekkja þær, þetta er einstakt tækifæri og þið sem fáið þetta tækifæri skipið afskaplega sérstakan sess meðal sálnanna, vegna þess að sálir annarra plánetna og kerfa fá ekki þennan möguleika, þekkja ekki það sem hér býr í þessum holdlega líkama.

Þess vegna vill ég líka biðja fólk þegar það hefur áttað sig á þessu, að nýta þetta tækifæri vel, nýta það til þess að bita frið í tilfinningalífi sínu og jafnvægi í hvötunum, til þess að geta lifað þessu lífi hamingjusamt án þess að vera alltaf að troða skóinn ofan af hvort öðru, hvort heldur það er í einstaklings samskiptum eða þjóða í millum.

Mig langar líka til þess að biðja ykkur að hafa það hugfast, að allur sá kærleikur sem þið biðjið um sendur ykkur til boða, en kærleikurinn þvingar sér ekki upp á neinn og ef fólk biður ekki um hann, ef fólk vill ekki fá hann, þá gengur hann um garð hjá því í hlutlausu ástandi, vegna þess að það sem við höfum orð á er að biðja fólk að biðja um þá hluti sem það æskir eftir, svo virðum við það lögmál okkar megin frá.

Ég vill líka í lokinn hafa orð á því, að ef fólk talar saman í daglegu lífi í staðin fyrir að það að ættlast til og reikna með, þá gæti í sjálfu sér því sem kallað er vandamál fækkað um allt að helming, vegna þess að það er reiknað með þessu og ættlast til hins svo þegar það er ekki gert þá verður fólk reitt og skammast hvort út í annað, en persónan sem það skammast út í hafði bara ekki hugmynd um að það væri reiknað með þessu eða hinu.

Göngum alltaf út frá því að við séum að eiga samskipti við sjálfa okkur þegar við eigum samskipti við aðra.

Megi friður ríkja með ykkur.

Greifinn af Saint German.