Til Baka.

 

Nói (1/4.)
2. apríl 2006.

Gott kvöld!
Góða kvöldið [úr sal]
Þá er Nói gamli kominn til þess að segja nokkur orð og hefja orðræðu sína. Ég, eins og nafnið kannski bendir til, lagði stund á kabala fræði á sínum tíma bæði hérna megin og hinum megin eins og þið kjósið að orða þetta stundum, og hef þess vegna hugsað mér að fara í gegnum þroska lífisins út frá kabala eða kenna ykkur að nota kabala til þess að sækja ykkur ákveðin þroska. Eins og flest ykkar vita þá er aðal tákn kabala fræðanna hið eilífa tré. Þetta tré getur aðeins skotið dýpri rótum og sterkari greinum út frá sér eftir því sem að hver einstaklingur notar sitt tré oftar. En við skulum horfa og við skulum byrja gönguna á byrjuninni.


Þegar einstaklingurinn fæðist sem barn inn í þennan heim þá fylgja trénu ákveðnar rætur, ekki langar rætur, vegna þess að einstaklingnum er síðar á æviskeiði sínu ætlað ákveða það með sínum vilja, og við getum sagt vitundarviljanum sem þið voruð að ræða hér áðan, hversu djúpar ræturnar verða og hversu stórar þær verða. Ræturnar eru svo mikilvægar af fyrst og fremst tvennum skilningi: Annars vegar eru ræturnar það sem að halda einstaklingnum við jörðina. Það er að segja ræturnar þær búa til lágmarks jarðtengingu þannig að einstaklingurinn virki í holdlegum líkama, en ræturnar eru líka með annað og kannski að mörgu leiti veigameira hlutverk. Eftir því sem að ræturnar stækka, og þær geta stækkað án þess að það hafi nokkuð að gera með svokallaða jarðtengingu einstaklingsins, en eftir því sem ræturnar stækka sækja þær meiri næringu inn inn til jarðarinnar og eftir því sem þær ganga lengra inn til jarðarinnar eftir því fá þær til sín meiri visku frá móður Gaya. Vegna þess að þið eruð bundin á jörðinni á meðan þið eruð í holdlegum líkama og þess vegna skiptir máli viska Gayu, jarðarinnar. Vegna þess að þið þurfið að lifa á yfirborði hennar og þið þurfið að skilja lögmál jarðarinnar til þess að komast af með góðum hætti á yfirborði hennar.


Þessi orka, þessi næring sem þið fáið þannig í gegnum ræturnar er ekkert ómerkilegri eða minna merkileg heldur en sú orka sem kemur frá föðurnum í gegnum kærleiksorkuna, efri orkuna eins og stundum er sagt. Ef að þið náið ekki tökum á því að lifa lífinu á yfirborði jarðarinnar þá náið þið ekki tökum á efri orku föðursins vegna þess að þið þurfið að ná sátt við jörðina og þá orku sem að hún færir ykkur til þess að geta sótt efri orkuna. Ef það gerist ekki þá verða tómir hnútar í flæðinu ykkar og þið komist ekkert áleiðis með þá þekkingu sem býr með kærleikanum í orkunni að ofan.


Þegar þið byrjið á kabala þá byrjið þið alltaf á því að fara inn í ákveðið hugleiðsluferli þar sem þið kannið tengingu ykkar til Gayu eða jarðarinnar.
Ég skal segja ykkur í tveimur orðum eða þremur af hverju jörðin hefur fengið sér nafngreindan anda til þess að tala við: Vegna þess að í þessari fyrstu hugleiðslu að hætti kabala þá kallar þú og byður Gayu að koma til þín, og þú byður hana um að sýna þér hvað séu ykkar tengingar, hvernig þær séu og í auðmýkt spyrðu Gayu hvort að hún telji að þú hafir nægar tengingar. Ef Gaya segir já er allt gott. Ef hún segir nei þá er ekki næsta spurning geturðu aukið tengingar mínar. Þá ferð þú næst í að skoða hvað þú þarft að gera til þess að þú getir aukið tengingar þínar, lengt rætur þínar inn til móður jarðar. Vegna þess að við verðum alltaf að gera hlutina sjálf og skilja þá á þeim grundvelli. Þetta er svona grundvallurinn að því að nýta kabala; að fara í gegnum ræturnar, að skilgreina tengingu sína til jarðarinnar. Þegar því er lokið og næsta skref sem þú skoðar er sá bútur sem að er frá jörðinni sjálfri og þangað til að greinarnar byrja að vaxa á trénu, og ég kannski tek svona fyrir þessa tvo þætti í hvert skipti því ekki ætla ég nú að, ætlast ég nú til þess að ég, mér takist að kenna ykkur kabala fræði á einhverjum mánuði. Það væri til meira ætlast heldur en ég gæti farið fram á af sjálfum mér.


Búturinn frá jörðinni og upp að greinunum er afskaplega mikilvægur bútur. Þessi bútur inniheldur tvær fyrstu orkustöðvar líkamans. Þessi bútur, ef hann er allur í hnút, gerir það að verkum að þó að ræturnar séu djúpt í jörðinni og þú hafir fulla tengingu við Gayu móður að þá nýtist sú tenging þér ekki í þinni almennu orkuvinnu, vegna þess að orka Gayu stoppar í hnútunum í þessum tveimur fyrstu orkustöðvum. Þessar tvær orkustöðvar, þessar tvær fyrstu orkustöðvar eru mikilvægar vegna þess að önnur stjórnar flæðinu á orku Gayu inn til líkamans, það er að segja rótarstöðin. Ef að hún vinnur ekki eins og hún ætti að gera þá er vonlaust að hún sé hlutverki sínu vaxin. Næsta fyrir ofan er tilfinningastöð, magastöð, og ef að hún er full af óafgreiddum tilfinningum þá er beinlínis hættulegt að hleypa orku móður jarðar af fullum krafti þar inn vegna þess að þá verða svona eldar eins og þið hafið verið að hugsa um hér í kvöld. Þá brennur allt sem brunnið getur. Og það eru af því hinar fornu sagnir um brunnið taugakerfi hjá þeim sem að hafa farið rangt inn í andleg mál. Það sem skiptir alltaf höfuðmáli og má aldrei sniðganga er að taka eitt skref í einu og byrja á öðrum endanum og vinna sig að hinum. Ekki að byrja í miðjunni og vinna sig til annars hvors hlutans.


Þú getur notað hverjar þær aðferðir sem að vitund þín, hjálpendur þínir eða aðrir koma til þín til þess að vinna og hreinsa úr þessum tveimur orkustöðvum en það er það verkefni sem að við segjum að ég fel ykkur í fyrstu kennslustund. Það er að segja að skoða þessar orkustöðvar og ræturnar. Það tekur langan tíma að skoða hverja orkustöð og þess vegna ætlast ég ekki til þess að allir komi brosandi og séu bara búnir að gera allt slétt að viku liðinni. Það er ekki hægt. Ef við kennum öll kabala fræði þá telst það bara vel af verki staðið að þau séu lærð svona á tíu árum en þá er eitt sem ber að skilja í þeim hlutum, að þá myndi ég velja einn mánuð úr ári, ef að ég væri að kenna ykkur kabala fræði til þess að þau virkuðu og þið yrðuð innvígð á eftir því það skiptir höfuðmáli, þá myndi ég velja einn mánuð úr þessu ári, kenna ykkur ákveðna þætti úr hverri orkustöð, eins og ég ætla að gera á þessum mánuði sem ég hef ákveðið að koma hér, að því loknu hef ég sagt ykkur að fara og æfa ykkur í eitt ár. Og að nákvæmlega ári liðnu þá kemur í raun og veru næsta kennslutímabil sem yrði líka mánuður og það sem að kannski flestum sem læra kabala fræði finnst leiðinlegt, að þessi tvö ár, og ekki bara þessi tvö ár heldur þrjú fara alltaf í að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur. Hvernig er ástandið á orkustöðvunum, hvar eru ræturnar staddar, hvernig eru greinarnar á sig komnar. Það er aðeins þegar ég fæ þau svör sem ég er sáttur við út úr þessum spurningum sem að ég byrja á hinum raunverulegu launhelgum kabala og viti menn þá fer ég alveg eins að eins og ég hef gert. Ég fer á einhverjum mánuði kannski mjög hratt yfir allt kennsluefnið og svo komið þið ári síðar og ég athuga hvað hefur gerst á þessu eina ári, endurtek síðan hlutina vegna þess að það er nefnilega svo merkilegt að það sem að hugurinn ekki man það þvælist ekki fyrir honum og hann gerir ekkert af sér með það, og það sem að hugurinn skilur ekki það man hann ekki.


Þannig að þegar þú kennir á þennan hátt þá tekur það tíma og það á að taka tíma, en það tryggir líka að þekkingin kemur ekki til þín nema jafn óðum eins og þú skilur hana. Þú verður sem sagt að hafa fyrir því að læra það. Ég segi ekkert sem ég má ekki segja.

Þetta er nú svona það sem ég ætla að segja í kvöld, biðja ykkur að skoða, vegna þess að ég er að vona það að fyrir sum ykkar þá geti þetta nýst ykkur í ykkar orkuvinnu. Biðja ykkur að skoða í gegnum hugleiðslu ræturnar ykkar og tvær neðstu orkustöðvarnar. Að viku liðinni munum við byrja að færa okkur út í greinarnar og þá skiptir máli hvort að greinin er vinstra eða hægra megin á trénu en ekki fara að blanda huganum inn í það fyrr en þar að kemur.

Nói (2/4)
9. apríl 2006.

Góða kvöldið!
Góða kvöldið! [úr sal]
Já já ég heiti ennþá Nói.
Já, ef ég færi að breyta því að þá mynduð þið ábyggilega missa andann.
-Já
Já. Þá skulum við nú fara að snúa okkur að því sem við vorum að, skildum við hér fyrir viku síðan vegna þess að þar sem að við námum staðar vorum við komin í rótar- og naflastöð og ætluðum að vinna að því næsta árið að hreinsa þessar tvær orkustöðvar upp svona í rólegheitum og finna þær í jafnvægi. Við vorum líka komnir þangað þar sem að greinarnar fara að vexa á kabalatrénu. Þar eru greinar bæði rétts og rangs, jákvæðs og neikvæðs. Þar eru greinar visku og þar eru greinar þekkingarleitar vegna þess að eitt af þeim skilyrðum sem kabalafræðin setur fyrir því að hún virki er að alltaf sé til ný þekking til þess að leita að. Ef við færum okkur upp í fyrstu grein sem mundi þá verða vinstra megin út úr trénu ef við notum ekki spegilmynd. Sú grein stendur fyrir lærdóms viskuna, tengist inn á sólarplexus og flytur með sér þann ávöxt sem að þú getur fengið frá lærdómi þínum, ekki bókarlærdómnum heldur lærdómi lífsins. Á meðan að tilfinningastöðin og rótarstöðin eru annars vegar sú stöð sem að les daglegar tilfinningar og hins vegar er rótarstöðin sú stöð sem jafnvægisstillir neðri hluta líkamans orkulega. þá kemur sólarplexus og hann safnar til sín þeirri þekkingu sem að þú hefur náð skilningi á úr lífinu, ekki bara úr einni jarðvist heldur er sólarplexus sú neðsta orkustöð sem fylgir sálinni á milli lífa og þess vegna geymir sólarplexus allan þann lærdóm sem að þú ætlar að nota einhvern tímann í framtíðinni hvort sem það er þessi jarðvist eða næsta jarðvist, svo lengi sem þú ætlar að nota lærdóminn innan jarðvistar geymir sólarplexus viskuna. Það er ekki fyrr en þú hefur lokið jarðvistaferlinum sem þú færir viskuna alfarið upp í hjartastöðina og geymir hana þar. Við komum að því síðar hvers vegna það er svo.


Sólarplexus, hann virkjast afskaplega mikið í gegnum það að losa um persónufjötra sína, það er að segja að þora að vera þú sjálfur hvorki of stór eða of lítill. Margir verða of stórir fyrst þegar þeir komast í það að fá aðgang að sólarplexus vegna þess að ef að þeir skoða þennan sólarplexus mikið á meðan þeir hafa ekki farið hærra í orkustöðvunum þá sjá þeir margt sem þeir kalla stóra atburði liðinna tíða og stundum verða þeir afskaplega stórir með atburðunum sem einhvern tímann urðu en það er tímabil sem hver einstaklingur þarf þá bara að hafa þolinmæði til þess að leyfa að ganga yfir vegna þess að ef að hann veit það ekki fyrir að þá kemst hann mjög fljótt að því að upplýsingarnar þær hætta að flæða þegar að þú hættir að halda jafnvægi við sjálfan þig og þegar þú verður of stór þá missirðu jafnvægið við sjálfan þig.


En samt er algengara að við sólarplexus sértu allt of lítill vegna þess að þú sérð marga hluti eins og ég sagði áðan við sólarplexus sem þú lítur stórum augum og svo líturðu í kringum þig í núinu og hugsar um allt það sem þú ert búinn að gera rangt, innan gæsalappa að sjálfsögðu vegna þess að það er kannski ekkert rangt en þú færð þetta, tekur þetta djúpt inn í hjartastöðina þetta sem þú ert búinn að gera rangt og verður þess vegna allt of lítill og óverðugur þess sem þú sérð í sólarplexus. En trúið þið mér það er alveg sama hvorum megin við jafnvægislínuna þið eruð, það heftir ykkur hvorutveggja í raun og veru jafn mikið. Hins vegar megið þið ekki ætlast til þess að þið getið hoppað á jafnvægislínuna þarna frekar en annars staðar og verið þar án þess að kynnast ójafnvæginu sitt í hvora áttina.


Þegar þið skoðið ykkur sem kabalatré og þið skoðið þessa grein sem er hægra megin á bolnum þá ber hún lauf í upphafi. Þið getið notað kabalatréð til þess að sjá árangur ykkar í því að þegar að þið hafið náð jafnvægi að það miklu leiti að það er hægt, hætt [óskýrt] að beinlínis að stöðva ykkur af eða valda ykkur óþægindum þá er greinin öll orðin gróðri vaxin. Þegar þið hins vegar hafið náð jafnvæginu þá ber greinin ávöxt. Við getum kallað það viskuepli, með sanni í raun og veru.


Það sem þið gerið til þess að hjálpa ykkur með þessa jafnvægisvinnu er að reyna að skoða það sem þið finnið, það sem þið skynjið og það sem þið sjáið í sólarplexus frá sem flestum sjónarhornum, vegna þess að alveg sama þó að þið verðið of stór þegar þið skoðið sólarplexus að ef þið skoðið hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni þá sjáið þið það að þið hafið ekki gert neitt annað í þessari, í þessum glæsileika eða upphefð, þið hafið ekki gert neitt annað heldur en það sem hver annar getur gert hafi hann til þess þá reynslu sem að þið höfðuð á þeim tíma.


Ef að þið hins vegar verðið of lítil í sólarplexus og eruð að vinna ykkur upp í þá áttina þá sjáið þið það eftir þvi sem þið skoðið atburðina frá fleiri sjónarhornum að enginn kemst syndlaus í gegnum jarðvistina vegna þess að þið eruð svo harðir einkadómarar að þið til dæmis eigið til að kalla það synd að þið hafið einhvers staðar á lífsleiðinni hirt tíkall án þess, sem einhver annar hefði hugsanlega átt. Þið eruð svo dómhörð á syndir að það sem að þið kallið í þessu samhengi syndir er það ekki fyrir neinum öðrum heldur en ykkur sjálfum, vegna þess að þið í þessum samsetningu* eruð alltaf að reyna að sjá út hvernig þið getið verið óverðug, ekki hvernig þið séuð verðug. En þá er eitt sem að þið þurfið að setja hérna einhvers staðar á bakvið í þetta sem þið kallið undirmeðvitund eða þá vitund sem þið hafið ekki úr að moða dags daglega; að þið gætuð aldrei átt þennan fjársjóð sem þið eruð að skoða nema af því að þið eruð hans verðug. Hann gæti aldrei verið kominn hingað inn í sólarplexus ef að þið væruð óverðug fjarsjóðnum. Þið eigið hann, þið eruð ekki að vinna fyrir honum.


Í næstu jarðvist á eftir þessari farið þið að skoða þann fjarsjóð sem þið unnuð fyrir í þessari jarðvist. Svo að það sé alveg ljóst. Vegna þess að það sem þið vinnið fyrir í þessari jarðvist eigið þið sem vitund, sál eftir að flokka að jarðvistinni lokinni. Taka það sem að er nytsamlegt og eyða því sem er ónytsamlegt. Það er það sem að sumir kalla svo faglega ,,vinna á milli lífa”. Sú vinna fer aldrei fram í jarðvistinni. Vegna þess að það er alveg sama hversu mikill þroski þinn verður innan jarðvistarinnar, að þú hefur aldrei algjört hlutleysi í jarðvistinni. Sem þú þarft að hafa til þess að flokka árangur hverrar jarðvistar. Þess vegna getum við sagt það að þessi flokkun er það seinasta sem sálin, vitundin gerir áður en hún kemur í nýja jarðvist. Vegna þess að þá hefur hún náð jafnvæginu sem hún hafði fyrir seinustu jarðvist.


Svona verðum við að fara yfir þetta en ég ætla líka að biðja ykkur svo að þið, þið kunnið að lesa í mörgum bókum að sálin reiki víða á milli jarðvista. Það er rétt í ‏þeim tilfellum þar sem sálin er að koma í upphafsgöngu á jörðinni. Vegna þess að í upphafi er enginn fjarsjóður í sólarplexus. Vegna þess að honum hefur ekki verið safnað saman enn, og þá gengur sálinni sem slíkri miklu erfiðlegar að losa sig undan fjötrum jarðvistarinnar eftir að henni lýkur og á þess vegna leið víða. Oft í mismunandi góðu jafnvægi. Hins vegar hafa margir velt því fyrir sér af hverju á þessum tímum er miklu minna um þessar reikandi sálir heldur en verið hefur. Það er ósköp einfalt mál. Það hefur ekki ein einasta ný‎‎‎‎‎ sál komið inn í jarðarsviðið síðastliðin 10.000 ár. Það var þegar orðið það mikið af sálum sem að biðu eftir að fá möguleika á holdtekju á þeim tíma að það hefur verið, eða það entist réttara sagt þangað til fyrir 1500 árum síðan. Þá kom seinasta vitundin inn í jarðvist sem aldrei hafði þangað komið áður. Til að læra.


Þess vegna eru færri sálir sem að þið skilgreinið sem ungar sálir í dag heldur en nokkurn tímann áður síðan að holdtekjan var fundin upp á jörðinni, og þess vegna eru fleiri sem að ná að skila sér út úr jarðarorkunni á stuttum tíma eftir jarðvistina heldur en það var fyrir þess vegna 200 árum síðan. Vegna þess að núna gengur þessi þróun mjög hratt vegna þess að það eru fáar fjölskylduvitundir sem að þurfa að senda viðvaninga inn í jarðvist. Mér finnst það afskaplega sanngjarnt orð því að það er enginn klárari en annar, þetta er bara spurning um starfsþjálfun ef að við notum það orðalag.
Jæja, þá erum við búin að fara svolítið í sólarplexus og ég ætla að vona að ég sé svo búinn að deila svona einhverjum grunni þannig að þið getið farið að taka til hendinni þar. Við förum svo aftur yfir þetta að ári liðnu ekki satt og sjáum hversu vel hefur náðst að festa hönd á jafnvægislínunni. Já á markvissan hátt að sjálfsögðu því að allir sem að læra það sem kennarinn setur fyrir að þeir vinna markvist ekki satt?
Ég má nú líka svona fara í réttan tón.


Við ætlum að stíga svona aðeins upp í hjartastöðina en hins vegar ætla ég að nota þennan tíma og næsta tíma til þess að fara í gegnum hjartastöðina sem að er neðsta greinin hægra megin á kabalatrénu. Enda sérðu það þegar þú skoðar kabalatréð þá er þetta yfirleitt gildasta, sterkasta, sverasta greinin á kabalatrénu. Oft nær hún langt út frá stofninum. Þegar við horfum á þessa grein sem að hjartastöðin nærir og fæðir og býr til vöxt fyrir þá þurfum við að horfa til þess að hún ber alltaf, alltaf gróður á sér. Hins vegar eftir því sem að hún verður virkari og nær meira jafnvægi í orkuflæði líkamans þá blómstrar hún fleiri blómum a í gróðrinum, út úr gróðrinum. Oft má sjá þessi blóm sem bleik blóm með hvítan hjúp [hjúp óskýrt] eða lilju.
Hjartastöðin er eins og stjórnherbergi stríðsherrans. Hjartastöðin er eins og, ja heimur hugans vegna þess að út frá henni og út frá hennar virkni ræðst allur vöxtur einstaklingsins í heild sinni. Að sjálfsögðu verður einstaklingurinn að ná að höndla aðrar orkustöðvar líkamans til þess að vaxa jafnt og yfir allt en ef að hjartastöðin verður eftir þá skiptir engu máli hversu vel hinar orkustöðvarnar eru unnar, þær fá aldrei nógan styrk án hjartastöðvarinnar. Hjartastöðin hún er líka Guð í þér, vegna þess að í henni er kjarnaneistinn þinn. Það snýst ekkert um sálina í sjálfu sér vegna þess að sálin er orkuhjúpurinn sem umlýkur þig. Neisti Guðs er sannleikurinn í sjálfum þér.


Þá komum við að því sem þið rædduð, það var um sannleikinn. Sá sannleikur sem býr í hjartastöðinni er alltaf án undantekningar réttur fyrir þig. Hann þarf ekki að vera réttur fyrir umhverfið þitt. Í kærleika sínum þá angrar sá sannleikur umhverfið aldrei, hann ögrar aldrei umhverfi sínu vegna þess að kærleikurinn er ekki ögrandi afl. Hins vegar víkur þessi sannleikur ekki fyrir einhverjum öðrum sannleik sem kann að vera reynt að troða inn í staðinn fyrir hann.


Þetta er sannleikur sem að lífið byggist á, og þegar þú lest, þegar þú hefur færni til þess að lesa kjarna þessa sannleiks, sem þú hefur ekki fyrr en í þinni seinustu jarðvist, það er ekki til nein undantekning á því heldur. Vegna þess að þegar þú lest kjarna þessa sannleiks sem b‎ýr í hjarta þínu þá veistu tilganginn með öllu lífi í alheiminum. Þegar þú veist þann sannleik þá hefurðu ekkert lengur að gera á jörð. Þá eykst ljósmagn þitt í þínum sannleika svo mikið að þú getur aldrei loðað [óskýrt] við holdlegan líkama. Það er þessi skilningur sem færir þér öll sannleikssvörin sem hjartað gefur þér en bara í því magni sem þú þarft á að halda hverju sinni vegna þess að sannleikurinn tranar sér aldrei fram heldur fyllir hann upp í þær spurningar, það tómarúm sem að í hverju sinni myndast hjá þér. Ef að þú hefur ekki áhuga á að leita sannleika þíns, ef að þú b‎‎‎‎‎‎ýrð ekki til tómarúm fyrir kærleikann til þess að fylla upp í þá segir hjartað ekki neitt. Vegna þess að það getur aldrei brotið lögmál kærleikans um að troða ekki á neinum og meðan að þú veist ekki að þú átt þennan sannleika í hjarta þér þá væri það verið að ráðska með þig að trana sér fram.


Fyrsti, fyrsta skrefið í allri uppbyggingu er að vita að þú átt þennan sannleika í hjarta þínu. Þegar þú byrjar að leita þessa sannleika þá víkkar vitund þín út, þá stækkar sjóndeildarhringur þinn en á meðan þú veist ekki af sannleikanum í hjarta þínu þá muntu ganga með augnleppa fyrir öllum þínum augum. Vegna þess að án þess að þessi sannleikur fái að skína er ljósið svo dauft og rökkrið svo sterkt. Þetta er það sem ég ætla að segja um hjartastöðina að þessu sinni. Eftir viku munum við fara í eðlisþæti hennar og hvað við getum gert til þess að víkka hana út og ná henni til jafnvægis og þá munum við líka byrja á hálsstöðinni því að hún er lykillinn að því að við getum komið frá okkur því sem að við einhvern tímann höfum lært. Við getum sagt fyrir hann vin minn hérna að hún sé sama sem merki fyrir sólarplexus og hjartastöð.


Ég ætla ekki að svara spurningum í kvöld. Ég ætla að láta þeim það eftir sem á eftir kemur. Hann mun svara því fyrir mig ef við orðum það þannig, sem að þið vilduð spyrja mig. Hafið það bara í huganum svona augnablik þangað til að hann kemur. Vegna þess að hann kann þessi fræði jafn vel og ég. Við kunnum þau allir og þið kunnið þau líka þetta er spurningin um að skilja og þekkja. Að svo búnu bið ég Guðs frið og náð að fylgja ykkur um ykkar veg.

Nói (3/4)
17. apríl 2006.

Góða kvöldið!
Góða kvöldið! [úr sal]
Nói hér. Merkilegt. Jæja, hvert vorum við nú annars komin?
[svar]
Rangt. Við vorum í miðri hjartastöðinni. Það má nú gá svona hvað þið munið vel. Kannski munið þið betur en ég en í þetta tilfellinu mundi ég betur en þið. Svona þarf maður alltaf að fara með nemendurna, leiða þá í einhverja gildru. Án þess væri engin kennslustund kennslu stund sjáðu til.
En við vorum búin að tala um kærleika hjartastöðvarinnar og það að hún væri aldrei virk án kærleika. Við vorum líka búin að hafa orð á því að greinin sem stendur til hægri út úr trénu, hjartastöðvargreinin, að hún væri alltaf þakin gróðri en þegar að hjartastöðin er orðin fullvirk þá eru ávextir sem að koma á hana. Ávextir sem að margir kalla ástaraldin. Vegna þess að hjartastöðin er andlega séð afskaplega dýrmæt fyrir ekki bara útgeislun sína og það sem hún gefur frá sér heldur fyrst og fremst fyrir sína stjórnun á orkunni og hvernig hún hjálpar öllum orkustöðvunum til þess að harmonera hafi þær á annað borð verið unnar. Þess vegna getum við litið á hjartastöðina eins og nokkurs konar stjórnherbergi. Vegna þess að ef við framkvæmum ekki í gegnum hjartastöðina í vinnu okkar fyrir ljósið þá erum við að framkvæma á einhverju öðru en kærleika. Það þýðir ekki að hugurinn og hugsanirnar þurfi alltaf að fylgja með. Við förum aftur á móti í gegnum þann þátt í seinasta tímanum þegar við förum í gegnum þriðja augað því að sú orka sem að þar er stjórnar að stórum hluta hugsanaganginum og flæðið í þriðja auganu er þess vegna í þeim skilningi mikilvægt.
En við skulum halda áfram í hjartastöðinni og ekki láta okkur bera af leið í útskýringum okkar. Hjartastöðin er líka þetta blóm sem að gefur þér fyrir sjálfan þig fullvissuna um þig. Hjartastöðin getur verið hrein og vel unnin þó hún sé ekki farin að gefa þér fullvissuna um þig. Vegna þess að ef að þú ert feiminn, fyrirverður þig fyrir kærleika þinn, fyrir útgeislun þína, ef þú vilt fela útgeislun þína með svörtum fötum, fyrirgefðu góða mín ég mátti til. Ég sá ekkert annað svart hérna svona í augnablikinu.


Ef þú vilt fela útgeislun þína á einhvern hátt þá ertu í raun og veru að fela útgeislun hjartastöðvarinnar. Á meðan svo er þá ertu ekki búinn að viðurkenna sjálfan þig. Þá ertu ekki búinn að viðurkenna útgeislun þína sem jákvæðan þátt í lífi þínu og á meðan að það hefur ekki gerst þá ertu ekki búinn að endurheimta viðurkenninguna á sjálfum þér sem hjartastöðin. Vegna þess að þetta snýst ekki um það að það sé bara tekinn kóstur og skóflað, mokað út og sópað.


Þetta snýst að sýna sjálfum sér virðingu. Þetta snýst um að álíta sjálfan sig jafn merkilegan, mikilvægan og hvern annan í umhverfinu. Þetta snýst um það að vera ekki að skammast sín fyrir ljósið sitt. Veit að ég er svolítið harðorður í þessu en þetta er það sem það snýst um og ef að einhver segir ,,Mikið ertu góður” þá áttu bara að segja ,,Takk fyrir”. Ekki að segja það var ekkert. Vegna þess að það var mikið. Það ert þú og ef þú segir að þú sért ekkert þá hlýtur ljós þitt að dragast saman í þeirri setningu.


Þú átt ekki að ganga um og segja ,,Sjáið þið ljósið mitt”. Vegna þess að þá ertu kominn í hina áttina og farinn að upphefja sjálfan þig á kostnað annarra. En þú átt að leyfa öllum að sjá það sem þú geymir. Vegna þess að það er enginn sem að geymir eitthvað ljótt í ljósinu sínu. Allt sem að þið kallið ljótt býr í hugarorkunni, ekki í hjartanu. Þaðan getur ekkert ljótt komið og hjartað er sú orkustöð sem að stjórnar þinni útgeislun. Hún birtir þína útgeislun.


Hjartastöðin, í fullri vinnslu, getur starfað á við heila, heilt raforkuver. Í afli sínu. Bara í annarri tíðni heldur en raforkan ykkar er. Þegar þið kunnið að beita þessari orku getur hún umbreytt hverju sem er. Hún getur gert visið tré grænt, eins og hún getur gert grænt tré visið eftir því hver hugsunin er sem fylgir henni. Þess vegna er mikilvægt að sá sem að kann að stjórna þessari orku sé ávallt jákvæður því að þessi orka getur þurrkað út heila stórborg ef að henni er beitt á rangan hátt. Þetta er sú orka sem fylgdi þeim sem unnu í orkunni á Atlantis, sem unnu í orkunni í Egyptalandi, Indlandi og annars  staðar á jörðinni. Þetta er sú orka sem gerði þyngdarlögmálið óvirkt. Þetta er sú orka sem vakti til lífs það sem var liðið. Munið þess vegna að það að viðurkenna sjálfan sig í hjarta sínu er lykillinn að hjartastöðinni.


Hins vegar get ég alveg sagt ykkur það strax hvort sem að ykkur finnst það leiðinlegt eða ekki að öll þessi orka verður ekki virkjuð á einum degi eða tveimur. Það er áravinna, í fleirtölu. Vegna þess að það þarf að virkja allt hitt. Og þegar allt hitt hefur verið virkjað með þá þarf sérstaklega að virkja þriðja augað, eða stjórnstöð hugans, þannig að hún stjórni ávallt í kærleika. Aldrei í neikvæðni.


En við skulum halda áfram og við skulum fara vinstra megin á tréð okkar góða. Þar er grein sem tilheyrir hálsstöðinni, tjáningarstöð líkamans, hvort sem hann er í orku eða…[óskýrt á eftir]. Hálsstöðin, þessi hvirfill orða eða hugsana, eftir því í hvaða formi tilvera þín er, er kannski minnsta orkustöð líkamans ef þú horfir á það þannig.


Þú getur ekki verið án þess að hafa hana í samhljómi en greinin hennar er minsta greinin á trénu. Vegna þess að þú getur lifað fyrir sjálfan þig í kærleika frá hvirfli til ilja þó þú getir aldrei tjáð það. En þú getur ekki lifað fyrir sjálfan þig í kærleika frá hvirfli til ilja þó þú getir tjáð það sem þú hugsar.
Hálsstöðin er í raun og veru spírallaga orkustöð sem fær orku sína annars vegar frá hjartastöðinni og hins vegar frá þriðja auganu. Þegar að til dæmis við tölum svona í gegnum hálsstöð annarra þá gerum við það á þann hátt að við setjum okkar hálsstöð í raun og veru innan í þá hálsstöð sem fyrir er. Þess vegna er höfuð áhersla lögð á það í hreinsunarvinnu hálsstöðvar þeirra sem vinna í því sem þið kallið miðlun að víkka þær út og gera þær ívið víðari heldur en almennt gengur og gerist þannig að við getum stokkað [óskýrt hvað segir] orkusetningu okkar hálsstöðvar inn í þá sem fyrir er. Því að einungis með þeim hætti getum við tryggt það að okkar hugsun sé tjáð eingöngu.


Hálsstöðin er yfirleitt hindruð eða hefur þær hindranir með sér sem tengist barnæsku. Það að þér sé bannað að tala, bannað að hafa orð á þessu eða hinu sem þér finnst sjálfsagt að tala um og síðan einnig í fullorðins aldri ef þú býrð við þær kringumstæður að það er sífellt verið að skamma þig eða skammast í þig, segja þér að þegja og svo fram eftir götunum. Þá smám saman sest fyrir neikvæð orka í hálsstöðinni og hún hættir að geta tjáð þó hún hafi leyfir til þess bæði hugsanir og kærleika og úr því verður yfirleitt þögn.


Það er engin þægileg leið til þess að hreinsa út úr hálsstöðinni. Það fylgir því mikill sviti eins og við getum sagt og jafnvel tár. Því að það er minnimáttarkennd eingöngu sem þarf að yfirvinna í þessu sambandi vegna þess að það er í raun og veru það sem að þú færð út úr öllum þessum hindrunum í tjáningunni þegar þú tekur þær inn er að þú kannt ekki að segja neitt, þú kannt ekki að orða hlutina, þú ert alltaf að segja einhverja vitleysu. Þetta byggir upp minnimáttarkennd í þessari orkustöð þó að hún þurfi ekki að vera til staðar neins staðar annars staðar í orkuflæðinu þess vegna. Og það getur ekkert losað um þessar stíflur í tjáningarstöðinni annað heldur en að byrja að tjá sig og þá er það bara sviti og tár, það eru hóstar og stunur vegna þess að þú ert hræddur við að tjá þig.


En að sjálfsögðu er alltaf hægt að vinna með allar orkustöðvar á huglægan hátt. Það er hlutur sem allir ættu að gera fyrirfram. Vegna þess að það auðveldar verklega eða hina eiginlegu verklegu vinnu. Ef þú ert búinn að milda hálsstöðina í huglægri vinnu þá verður þetta ekki eins ógerlegt að hefja máls eins og það er án þess. Síðan tekur það þess vegna yfirleitt frekar stuttan tíma að vinna hálsstöðina þegar þú á annað borð ert farinn að geta tjáð þig. Því að þá ertu fljótur að byggja upp þetta sjálfstraust en þá er líka undir þér komið hvar þú gerir það að tjá þig og ég mæli með því að þú veljir þér af kostgæfni staðina sem þú byrjar að tjá þig á. Að þú gerir það í jákvæðu umhverfi þannig að þú fáir hrós en ekki gagnrýni. Vegna þess að ef að þú gerir það þannig að þú fáir gagnrýni að þá getur sú huglæga vinna sem þú hefur þegar unnið verið unnin fyrir gíg. Vegna þess að þá bætir það bara ofan á það sem fyrir var og stækkar hauginn.


Nú höfum við farið upp í hálsstöð og ætla ég ekki að fara hærra í dag. Ég ætla að taka þessar tvær orkustöðvar sem eftir eru næst og kannski fara nokkrum orðum um þá röð orkustöðva sem að eru fyrir ofan líkamann og eru eingöngu tengdar astrallíkamanum og vitundarlíkamanum en óháðar í sjálfu sér jarðneskum líkama.


En það sem að við ætlum að gera með nokkrum orðum hér í kvöld, í lokin þegar við erum komin upp í hálsstöð. Og þegar við erum þar stödd í vinnu okkar er ágætt fyrir okkur að líta á göng, orkugöngin. Göngin sem liggja niður í gegnum og á milli orkustöðvanna og tengja þær saman. Vegna þess að þegar að við erum komin upp í hálsstöð og komin með einhverja reynslu þangað upp þá þurfum við í raun og veru til þess að tryggja það að sú vinna standi og sé ekki unnin fyrir, fyrir, ja
-gíg [úr sal]
Já, það er nefnilega það.
Þakka þér fyrir.


Að þá þurfum við að tryggja það að það sé flæði á milli orkustöðvanna. Þannig að þær styðji við hvor aðra og þannig, ja, að þannig þurfum við ekki að vinna aftur upp vinnuna okkar.           
Vegna þess að orkustöðin ein og sér án þess að hafa virkt flæði í næstu orkustöð hún heldur bara lágmarks orku og engu meir og á meðan hún heldur ekki meira orkuflæði heldur en lágmarki sínu að þá getur hún safnað í sig aftur hiklaust. Þess vegna þarf að hafa flæðið meira heldur en lágmarksflæðið svo að hún haldi sér við, haldi sér hrein og haldi áfram að hreinsa sig, að sjálfsögðu.