Til Baka.

 

S. German
17. sept. ‘06

Góða kvöldið!
Góða kvöldið [úr sal]
Hvert liggur leið nútíðar til framtíðar? Það er svolítið margt sem þú getur í raun og veru skoðað þegar þú leggur upp á þennan hátt vegna þess að allir vita það að nútíðin liggur inn til framtíðar en það eru kannski fleiri en ein leið sem nútíðin getur farið inn til framtíðarinnar. Vegna þess að til þess hefur maðurinn frjálsan vilja, að velja þessa leið. Hver einstaklingur velur í raun og veru sína leið og síðan velur samfélagið sína leið líka. Ef við horfum inn í fortíðina þá getum við kannski örlítið séð hvernig mannkynið valdi sínar leiðir inn til framtíðar þá. Stundum hafa verið býsna stórar beygjur á þeirri leið í gegnum nútíðina hverju sinni. Alltaf þegar að mannkynið hefur tekið sér stóra sveigi hafur, hefur fylgt því upplausnarástand meðal fólks og það hefur fylgt því svona hálfgert neyðarástand á mörgum sviðum því að svona vendipunktar eru oft í því sem heitir mannkynssaga markaðir af styrjöldum og öðrum stórsamfélagslega tengdum atburðum mannkynsins.


En í nútímanum, í því núi sem við lifum í í dag á kannski mannkynið meira undir því heldur en oft áður að það sé ekki að taka neinar u-beygjur inn til fortíðar vegna þess að ef mannkynið nær ekki að stilla sína strengi saman á næstu 40 til 50 árum þá verður það sem það þarf að takast á við inn í lengri framtíð mun erfiðara heldur en ella. Það er nú ekki nein sérstök ástæða fyrir því að ég set þetta upp á þennan veg eða ræði þetta hér í kvöld önnur en sú að minna fólk á í raun og veru að allir hafa sín áhrif, orkulega, athafnalega og þó að við getum aðeins breytt okkur sjálfum þá þurfum við að leyfa þeim breytingum sem við gerum á okkur sjálfum að speglast út í samfélagið.


Ekki með því að predika á sviði eins og kristniboðar fortíðarinnar vegna þess að það er ekki okkar hlutverk að fá aðra til þess að trúa nákvæmlega því sem við höfum gert heldur með því að sýna af okkur það sem við höfum lært og það sem við höfum breytt þannig að aðrir megi segja: ,,athyglisvert, hefurðu tekið eftir því hvernig þessi hefur breyst til hins betra?”. Það er í raun og veru eini leiðarvísirinn eða eina umbreytingin sem við getum fært til annarra en, það er meira sem hangir á þessu heldur en bara þetta.


Við þurfum, þegar við horfum til samfélagsins í heild sinni, að taka afstöðu með því sem okkur finnst rétt. Við þurfum að, eigum við að orða það þannig, að skipa okkur í sveit með þeim sem að okkur finnst réttlátastir, vegna þess að ef að við gerum ekki neitt þá getum við ekki ætlast til þess að neinir aðrir geri neitt, og ef enginn gerir neitt þá hlýtur það að leiða til þess að þeir sem eru andsnúnir þeirri lífsskoðun sem að þið hafið að leiðarljósi hljóti að ráða för. Þá þýðir heldur ekkert að koma einhvern tímann seinna og segja af hverju mistókst þetta allt saman? Vegna þess að þið gerðuð ekki neitt það er eitt svar við því.


En þetta er svo fín lína sem að þetta byggist allt á, vegna þess að það er aldrei hægt að þröngva skoðunum sínum uppá aðra eða fá aðra til þess að gera eins og maður sjálfur í gegnum reiðiboðskap eða þvinganir. Þú verður alltaf að vinna með orkunni í því að bjóða en ekki skipa. Meira að segja þegar þú vinnur að þínum eigin breytingum inn til framtíðar þá trúi ég að margir hafi upplifað það að skipunarrétturinn til sjálfs síns nær stutt. Ef að löngunin til þess að breyta sjálfum sér kemur ekki frá hjartanu þá geturðu ekki skipað sjálfum þér að breytast. Það er alveg sama hvað þú hugleiðir oft af því þú ætlar að breyta þér ef þú hefur ekki löngun til þess að breyta þér, ef þú hefur ekki vilja til þess að verða öðruvísi þá gerist ekki neitt, vegna þess að kærleikurinn vinnur aldrei undir valdboði. Það gerir hann að kærleika. Ef hann væri undir valdboði þá væri hann ekki lengur kærleikur. Þá væri hann bara eitt af stjórnunarþáttunum í orkumunstri mannsins.


Það eru nógir til þess að stjórna, það eru nógir til þess að skipa fyrir bæði háir og lágir en það eru fáir sem eru tilbúnir til þess að sleppa viðjum óttans og fylgja eftir löngunum sínum og þrám eftir betra lífi, eftir betra umhverfi og samfélagi. En þeir eru samt til staðar, en ef að þeir sem eru sammála þeim fylgja sér ekki að baki þeim þá verða þeir hjáróma, máttvana á móti þeirri orku sem á móti þeim er send. Vegna þess að það er alveg jafnt boðskapur kærleika eins og annars að sameinaðir stöndum við og sundraðir föllum við, vegna þess að sameiningin, samkenndin, samvitundin er sprottin af kærleikanum. Hún er kærleikur í sjálfu sér. Þess vegna þurfum við að blanda vitund okkar við aðrar kærleiksverur sem að vilja breytingar til hins betra, vegna þess að ef að þú ert að blanda þér við kærleiksverur þá nota þessar kærleiksverur ekki ofbeldi eða aðra neikvæða þætti til þess að gera hluti sína skiljanlega en þeir sjá alltaf til þess að það sé valkostur á móti því neikvæða, að það sé raunhæfur valkostur til þess að fylgja á móti græðgi, valdafíkn og öðrum neikvæðum þáttum sem að hafa þjakað og þjaka enn mannkyninu að stórum hluta.


Sumir kunna að hugsa hvað er hann nú að fara að boða, eru núna einhver ragnarök að koma? Ég er ekki að boða neitt annað en kærleik og samstöðu þeirra sem í kærleik lifa. Það eitt að boða það að leið nútíðar inn til framtíðar eigi eftir að ganga í gegnum ragnarök væri ekki fallegur boðskapur vegna þess að með því væri ég að vekja óþarfa ótta hjá fólki og svo hitt að orðið ragnarök, því ég hef nú kynnt mér það svolítið í norrænu orðasamhengi, þetta orð er ævagamalt. Það þýðir ekki endalok heimsins, það þýðir endalok hins þekkta og upphaf hins óþekkta. Vegna þess að ragnarök er valkostur sem að er settur í raun fram gegn endalokum vegna þess að í norrænum fræðum voru endalok líka þekkt hugtak, og til hvers að setja upp nýtt hugtak fyrir endalok? Það er engin rök hægt að færa fyrir því vegna þess að hvorki fortíðin eða nútíðin gerir einhverja svona hluti að ástæðulausu. Það er alltaf rökræn ástæða fyrir öllum slíkum hlutum.
Ragnarök eru hrun þess þekkta og upphaf hins nýja en ég er ekki einu sinni að boða ragnarök, ég er bara að hvetja þá sem vinna undir ljósi kærleikans og fylgja merki þess til þess að finna sér stað svo að ljósið megi sameinast öðrum ljósum og þar af leiðandi verða sterkara og áhrifameira heldur en að það hefur verið eitt og sér. Læt þetta duga að þessu sinni.

 

S. German
22. janúar ´06

Góða kvöldið!
Góða kvöldið (úr sal)!
Saint Germain hér að venju og svo eruð þið að tala um að ég sé hátíðlegur!
En ég giska á að sumir séu eldri en aðrir og hafi þess vegna meira leyfi til þess að vera hátíðlegir.
Hvað um það.
Í kjölfarið af þeim orðum sem hér hafa fallið af munni mjög merks, merkrar vitundar hvað sögu mannkyns varðar þá langar mig fyrst og fremst til að segja til ykkar.


Lífið er ykkur gjöf, það er rétt en munið þið það að lífið í mannslíkama gáfuð þið ykkur sjálf.
Lífið í vitund ykkar gaf almættið.
Hvers vegna gáfuð þið ykkur lífið í líkamanum sjálf?
Vegna þess að þið samþykktuð að taka á ykkur holdlegan líkama.
Það er enginn skyldugur í sjálfu sér, í upphafi að byrja þá hringrás sem að felst í því að fara inn í holdlegan líkama en að vísu eftir að þú hefur samþykkt að byrja að ganga hringrásina þá verðurðu að klára hana.
Þú getur ekki tekið sjálfan þig niður í vitund og hætt svo bara við á miðri leið, vegna þess að þá endarðu í einhverju sem ekki er rétt og þannig er enginn endir.


Þetta er alveg eins og þegar þú leggur upp í ferð, þú getur ekki stoppað uppá miðri heiði og ákveðið að þú ætlir að vera þar því að þú mundir aldrei lifa það af, í sjálfu sér, ef þú hefðir bara verið að keyra á milli staða.
En, hvers vegna segi ég þessi orð í upphafi?
Vegna þess að manninum virðist alltof oft í holdlegum líkama gleymast það að hann er ekki aðeins ábyrgur fyrir sjálfum sér, heldur ferst honum það bara nokkuð vel úr hendi.


Honum gengur bara býsna vel að ljúka sínu hlutverki á jörðu, og hver einstaklingur er að sjálfsögðu misjafnlega fljótur að útskrifast úr hverjum skóla sem hann gengur, öðrum gengur ver að læra heldur en hinum.
En þó þú dúxir ekki í gegnum allt skólakerfið þá ertu samt bara góður nemandi og það er nú svoleiðis með þennan lífsskóla að það eru ekki gefnar neinar einkanir, í sjálfu sér.


Öðrum gengur ver að læra heldur en hinum en þó þú dúxir ekki í gegnum allt skólakerfið þá ertu samt bara góður nemandi og það er nú svoleiðis með þennan lífsskóla að það eru ekki gefnar neinar einkanir, í sjálfu sér.
Einkanirnar felast í því hvað þú upplifir sjálfan þig í.
Ef að þú upplifir sjálfan þig ekki sem þetta einstaka, sérstaka, yndislega sköpunarverk sem þú ert þá færðu enga einkunn í raun og veru.
Meðan þú sparkar í sjálfan þig öllum dögum þá er náttúrulega afskaplega lítill tími til þess að læra vegna þess að þú ert alltaf að verjast spörkunum sem þú ert að gefa sjálfum þér.


Það hefur aldrei fæ, falist neinn lærdómur í ofbeldi.
Vegna þess að sá sem verður fyrir ofbeldinu hann man ekki eftir neinu nema sársaukanum.
Hann lærir ekkert nema sársauka og sársauki hefur aldrei skilað af sér jákvæðni í sjálfu sér, í sjálfu sér.
Þess vegna, í kjölfarið af þessum orðum bið ég ykkur öll að huga til þess að taka ykkur sjálf í sátt.
Hætta að þrjóskast þetta við ykkur.
Þið eruð góð eins og þið eruð.
þið þurfið ekki að upplifa eitthvað, uppná einhverju stigi til þess að vera góð.
Þið eruð það í ykkar mynd í dag og hafið verið það frá því áður en þið komuð fyrst inn til þessarar jarðar vegna þess að sem vitund eruð þið sköpuð algóð í kærleika.
Munið þið það.


Frá upphafi til endis eruð þið góð.
Verk ykkar, ég veit að margir hugsa: ,,Verkin” (verkin?), það er rétt, það eru allskonar verk sem liggja eftir mennina á jörðinni, bæði hryllilega grimm og yndislega góð.
Það er ekkert sem að afsakar grimmdina.
Grimmdin er aldrei til í kærleikanum en hins vegar er það alveg ljóst að ef þú sérð ekkert nema grimmdina þá á sér engin heilun stað.
Ef að allir einblína á grimmdina á jörðinni þá mun ríkja stöðnun, vegna þess að án jákvæðni, án hugsunar um breytingar mun ekkert gerast.
Munið þið því eftir því að þið eruð yndislega góð.
Ætla að láta þetta svona duga í beinum orðum í kvöld.

15. janúar ´06

S. German

Góða kvöldið!
Góða kvöldið (úr sal)
Nú er ég hræddur um að það sé einhver sem er að verða útundan annar en sá sem kvartar sem hæðst, en hins vegar þykir mér rétt að geta þess að ekkert gerist án þess að það hafi verið ákveðið fyrirfram, þannig að stundum er þetta nú leikur svona til þess að fólk geti brosað að því, vegna þess að ef við erum ekki tilbúin til þess að gefa af okkur gleðina, hvert stefnum við þá?


Því að eins og sagt var hérna á undan mér þá kemur ekkert án fyrirhafnar, en við þurfum líka að gæta þess að við hverfum ekki ofan í amstrið.
Við þurfum að muna eftir að taka upp velveruna okkar, gjafirnar sem þið fáið, vegna þess að þær fara ekki neitt en á meðan að þær standa eða liggja við vegkantinn okkar þá eru þær ónotaðar.


Á meðan við tökum þær ekki upp þá gefa þær okkur ekki þá vellíðan sem þær eru komnar til að gefa.
Það er öllum nauðsynlegt að sýna hógværð en það er engin hógværð fólgin í því að hafna sjálfum sér um það sem manni er gefið.
Það er sjálfsagt að sýna auðmýkt fyrir öllu en hvað er auðmýkt?


Það er mjög sjaldan auðmýkt í þeim sem krýpur fyrir framan konunginn, það er skyldurækni.
Auðmýkt felst í því að krjúpa við blóm, þess vegna, til þess að dást að fegurð þess vegna þess að hún er óskilyrt, fullkomin.
Auðmýkt felst í því að vera ekki reiður þó að einhver segi þér að fara þangað sem þú vilt ekki fara, vegna þess að þó að viðkomandi kunni að sýna hroka þá er hann samt fullkominn í sinni sköpun. Hann á aðeins eftir að mýkja upp sína auðmýkt, og það þýðir ekki að við getum ekki sýnt auðmýkt þó að sá sem við eigum samskipti við gerði það ekki, vegna þess að við erum ekki að gera það fyrir hann.
Við sýnum auðmýktina fyrir okkur sjálfum.
Hógværð.


Sumir líta á hógværð sem, ja svo ég fái nú hérna einhvern mótleikara, ef að þú býður mér ákveðna upphæð í peningum, svo við tökum nú bara eitthvað dæmi sem allir skilja, og ég sýni þá hógværð að lækka þessa upphæð vegna þess að mér finnst hún of mikil, þá er ég í raun og veru ekki að gera það fyrir þig.
Ég er að gera það fyrir mig, vegna þess að ég hef lagt eins hlutlaust mat og ég get á það hvað mér finnst að mér beri.
Ef ég hef náð að sýna hógværðina, þá gríp ég ekki allt það sem að mér er rétt, hversu ósanngjarnt sem það í raun og veru er, vegna þess að þá sit ég uppi með það að þurfa að réttlæta það fyrir sjálfum mér einhvern tímann síðar að ég hafi ginið yfir einhverju sem ég átti ekki skilið.
Þess vegna sýni ég hógværðina fyrir sjálfan mig, ekki fyrir þig ef ég á viðskipti við þig, eða hvern annan sem er, vegna þess að hógværðin gerir mig sáttan þegar ég stend upp og ég þarf ekki að takast á við það seinna að hafa sýnt græðgi, til dæmis, vegna þess að í samfélagi nútímans, er tvennt sem er í raun og veru helst á lista neikvæðra hluta.


Það er annars vegar græðgin og hins vegar ósanngirni, skortur á auðmýkt, vegna þess að það er allt of útbreiddur skilningur að ef þú sýnir auðmýkt þá sértu að sýna einhverjum auðmýkt.
Þú ert eingöngu að sýna sjálfum þér virðingu, vegna þess að allt sem þú gerir er ávöxtur fyrir þig, eða öfugt.
Sá sem að þú átt samskipti við nýtur eingöngu þeirra ávaxta.
Hann nýtur þessara ávaxta sem þú sýnir honum, en þú átt garðinn.
Þess vegna, þurfum við kannski örlítið að hugsa út í það að kurteisin er sjálfsögð.
Kurteisi er góðir mannasiðir en að sýna kurteisi gefur þér í rauninni miklu meira heldur en þeim sem þú sýnir kurteisina, vegna þess að eftir stendur að þú kemur sáttur frá þínum viðskiptum, samskiptum, og getur brosað án þess að hafa samviskubit yfir þeim.
Þetta voru nú svona þau orð sem ég ætlaði að flytja inn að þessu sinni.

 

S. German
8. janúar ´06

Góða kvöldið!
-Góða kvöldið, gott kvöld og gleðilegt nýtt ár (úr sal)!
og megi ljós hins fjólubláa loga fylgja ykkur hér eftir sem hingað til.
Þá erum við nú komnir alla leiðina á ár sem að ber töluna átta, ár sem er ár styrksins því að áttan býr til tvöfaldan styrk, hún baktryggir sig alltaf í styrk.


Henni dugar ekki einn hringur, hún býr líka til styrk sinn, eftir því hvernig þú vilt túlka það, með mönnum og með vitundinni: tveir hringir.
Við getum líka sagt, í dag, að það sé ekkert skil á milli þess sem er vitund og þess sem er maður.
Þegar við segjum það þannig þá er áttan einfaldlega tvöfaldur styrkur á hringrás orkunnar um mann og vitundarheima.
Og hvað skyldi þá ár styrks flytja mannkyninu?
Nokkurn veginn það sem sagt var hér á undan mér; það er kallað saman, við getum sagt að það sé búið að gera liðskönnun og nú eru sveitirnar kallaðar saman.


Ekki til neinnar orrustu heldur til þess að tengjast órjúfandi böndum, til þess að mynda heild.
Þetta eru ekki einhverjar sveitir sem að einskorðast við einhverja borg eða land.
Þetta eru sveitir sem að einskorðast við jörðina alla, vegna þess að þegar þú horfir á heildina, þegar þú horfir á vitundina, þá verða þær ekki aðskildar eftir löndum.
Þær eru saman í sínum styrk hvort sem að það er jarðneskur líkami í þessu landinu eða hinu.
Þess vegna er svona mikilvægt að þið verðið meðvituð um vitundina, vitundina á bak við hvern líkama fyrir sig; hið eiginlega sjálf ykkar.
Mannkynið hefur leikið sér að því í gegnum árþúsundir að skilgreina þetta sjálf, og sú skilgreining sem hefur haldið sér einna lengst er það að maðurinn hafi lægra og hærra sjálf.
Hvers vegna var það skilgreint svona?


Ég mundi segja að það væri í óttanum við það að þora ekki að taka ábyrgð á sjálfum sér.
Það er voða gott að geta sagt að maður sé nú bara í lægra sjálfinu núna og þá er maður nú eiginlega ekkert ábyrgur á því sem maður hefur fyrir höndum, maður getur bara ekki verið alltaf þarna uppi í æðra sjálfinu til þess að hafa yfirsýn yfir það hvað maður á að segja.
Hljómar þetta virkilega vel þegar þetta er sagt svona?
Ég held ekki.
Við tökum alltaf ákvarðanir á augnabliki sem að þið segið brot úr sekúndu.
Ef að við erum í jafnvægi og ef við gerum okkar vitund þannig að við höldum jafnvægi allan daginn þá erum við bara ein vitund.
Í ójafnvægi sem aðeins verður til vegna einhvers ótta, þá förum við að vefengja þær ákvarðanir sem koma rökrétt inn til okkar.
Það getur vel verið að við getum kallað það tvær vitundir, ég sé samt ekki að það sé rökrétt, heldur er þetta einfaldlega okkar ótti sem stýrir þeirri ákvörðun þegar vitundin fær ekki framgengt vilja sínum.


Við verðum að lifa við það þegar að við lendum í svoleiðis ójafnvægi.
Vitundin sættist á það á tiltölulega stuttum tíma á jarðneskan mælikvarða.
Við getum hins vegar rökrægt, rökrætt við hugann fram og tilbaka um orsakirnar.
Það eru bara ekki orsakirnar sem skipta máli, heldur hitt, að við gerðum svona en ekki hinsegin og sú framkvæmd er þegar liðin, búin, komin inn í fortíðina.
Við getum ekki breytt henni, eða allavega í mjög fáum tilvikum, og við verðum bara að sætta okkur við það en við verðum ekkert að gera það með krepptum hnefa, við þurfum að gera það með bros á vör.
Við þurfum að skilja það að svona fór.


Ef að um einhvern skaða er að ræða þá getum við reynt að hjálpa til í þeim skaða sem ákvörðun okkar olli og það er enginn minni maður af því að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér einhvern tímann, einhersstaðar. 
Fyrir mér er það, ef eitthvað er, viskutákn, að geta sagt:
,,Fyrirgefðu þetta var ekki rétt hjá mér, ég get ekki tekið þetta aftur en get ég hjálpað þér til þess að breyta einhverju sem þessi ákvörðun mín kann að hafa haft í för með sér?”.
Mér finnst þetta eðlilegur samskiptamáti á meðal fólks en tilgangur þessara orða minna er einfaldlega sá að biðja ykkur að óttast ekki um að taka ábyrgð á sjálfum ykkur.
Það er ekki alltaf hægt að segja þið sjáið þetta þarna hinum megin.
Hverjir eru þessir þarna hinum megin?
Það er ekki ég.


Þessir þarna hinum megin sem að sjá um þetta eru vitundirnar ykkar, það eru engir leiðbeinendur.
Þið eruð að tala í raun og veru til ykkar sjálfra á svona, eins og einhverjir bara þarna, vegna þess að þegar um ykkar líf er að tefla, hvernig það snýst, hvernig það gerist, þá eru það ykkar vitundir sem að stjórna því.
Engir leiðbeinendur, engir aðrir en þið sjálf, svo talið allavegana ekki um þá þarna hinum megin með fyrirlitningu eða lítilsvirðingu ef ykkur finnst eitthvað hafa ekki gengið upp eins og það hefði átt að ganga upp.


Vegna þess að þeir þarna hinum megin eruð þið sjálf, og þið eigið ekki skilið að tala til ykkar með lítilsvirðingu.
Ég er ekki að segja það að við eigum það heldur skilið en við erum þó allavega önnur vitund, annar einstaklingur og gerum það sem við getum til þess að takast á við það án þess að það hafi áhrif á okkur, vegna þess að við skiljum það sem þið eruð að gera, við sjáum ykkar kringumstæður.
Ef að þið leyfið ykkur að verða samtvinnuð vitund ykkar þá hafið þið líka þessa yfirsýn, og munið það alltaf að það er aldrei hægt að taka þessi orð mín þannig að þau séu ávísun fyrir óvandað fólk til þess að fremja óhæfuverk, vegna þess vitundin vinnur ávallt í kærleika og kærleikurinn hefur aðeins eitt takmark og það er það að gera aldrei nokkrum öðrum mein.


Þannig að bara svo að það sé ekki hægt, fyrir þá sem kannski síðar heyra þessi orð mín, að grípa þau á þann hátt.
Því að eftir því sem þú verður meðvitaðri í kærleikanum og eftir því sem fleiri feta í fótspor þitt þá minnkar grimmd jarðarinnar og óhæfuverk mannsin, mannsins minnkar í beinu hlutfalli við það.

Ég ætla nú að láta þessi orð duga í kvöld. Finnst ekki ástæða til þess að vera að hella