Til Baka

HUGLEIÐING UM BIRTINGUNA.

Þegar ég hugsa um þær hliðar sem er æskilegt fyrir hinn holdlega mann að birta verður fyrst á vegi mínum jákvæðni, hún er einn af frumþáttum þess sem við þurfum að ná tökum á, því án hennar verða hinar birtingarnar hjóm eitt, því að ef við leggjum ekki okkar eigin sannfæringu og kærleik í hlutina verða þeir aldrei það sem til er ætlast.

Til þess að birtingin geti orðið jákvæð þurfum við að ná fullum sáttum hið innra með okkur, gera upp alla þætti okkar og viðurkenna allt sem við höfum staðið fyrir allt sem við stöndum fyrir og svo þær birtingar sem við viljum standa fyrir í framtíðinni, því það er ekki skilyrði að ná öllum birtingunum til að geta verið boðberi ljóssins við þurfum að skoða það hvert og eitt fyrir sig hvað ætlun okkar er að birta "hver var okkar fæðingar sýn"? (Öllum er okkur ætlað sitt hvort hlutverkið og er þá sérstaklega átt við þegar um hópa er að ræða.) Það getur tafið þá birtingu sem við setum okkur að ná þegar við erum að eltast við aðrar birtingar og raskað tímasetningu okkar. Hvað birtingarnar sjálfar varðar þá getur hver birting innihaldið margar minni birtingar.

Við skulum líta örlítið nánar á þessar birtingar og byrjum á grunninum því sem við þurfum öll að ná.

1 JÁKVÆÐNI.

Jákvæðni er í tveim grunnþáttum í fyrsta lagi, byrjum á því að ná að birta hlutleysið í hlutleysinu felst ákveðinn jákvæðni og þá fyrst og fremst að hætta neikvæðri hugsun, í öðru lagi er það jákvæð birting sem kemur frá hjartanu þegar hún er komin höfum við náð að birta jákvæðnina "rétta" þegar við erum orðin ósjálfráð í því að birta jákvæðnina.

Til að ná þessari birtingu þurfum við fyrst að stoppa við og taka þá ákvörðun að við viljum birta jákvæðnina og síðan að spyrja okkur sjálf hvers vegna erum við neikvæð hverju þurfum við að breyta, með þessu náum við að setja á stað flæðið okkar og opnum á breytingar, en það er allt sem í raun þarf og grunnurinn að öllum birtingunum, það er síðan breytilegt hjá hverjum og einum hvert framhaldið er.

Finnbogi Rúnar.