Til Baka

Hér er að finna efni sem ég hef skrifað niður og birti ég það eins og það kemur mér fyrir hugskotsjónir hverju sinni.

Finnbogi Rúnar

 

Þegar að er gáð.

22.11.2012.

Þegar við lítum upp og horfum fyrir farinn veg bæði til skemmri og lengri tíma, í þessu og öðrum lífum, bæði hjá okkur sjálfum og mannkyninu öllu, finnum við oftast til kvíða og eftirsjá, vegna þess við gerðum eða gerðum ekki, þess sem við lærðum og lærðum ekki.
Það tungl sem nú er rétt hálfnað í fulla stærð færir okkur þörfina til þess að gera upp það sem liðið er og finna frið með því, orka þessa tungls munu líka leitast við að hreinsa út þau munstur sem ráða ríkum í samfélaginu og tilheyra valdabaráttu og peningagræðgi.
Hafandi dregið upp þessi aðalatriði þurfum við að hafa í huga að það er alltaf þannig að við gerðum okkar besta hverju sinni og þannig ekkert sem við gátum gert betur, en við getum breytt og lagað hlutina í núinu þegar við höfum komið auga á það sem við teljum að megi betur fara og við þurfum að gera það í kærleika og með blíðu, ekki með skömmum og þjósti.
Vegna þess að það er aðeins kærleikurinn sem getur grætt sár og læknað vanlíðan og aðeins umhyggja getur fært okkur betri líðan og bjartari framtíð.
Við þurfum líka að vera undir það búin að samfélagið bylti sér að ýmsa vegu og reyni jafnvel að kenna okkur um það sem við eigum engan þátt í, reyni að segja okkur hvað við höfum gert og síðan hvað við eigum að gera til þess að laga það og þannig eigi við að axla ábyrgð.
Við þessar aðstæður þurfum við að hafa hugfast að fara í hanaslag við aðra leysir engan vanda eð færir okkur nokkurn frið hið innra, því að ásakanir koma yfirleitt í kjölfar vanlíðanar sem þeir sem þær framsetja eru að takast á við og að með ásökunum eru þeir að reyna að losa um hana og finna réttlætingu fyrir sig sjálfan og sínar gerðir.
Samfélagið á hinn bóginn þarf að hreinsa sig af þeirri óreiðu sem í því ríkir og þeirri græðgi og eiginhagsmuna gæslu sem hefur ráðið ríkum í gegnum árhundruðin og þannig stjórnað öllu því sem gert hefur verið bæði hvað mannkynið sjálft varðar svo og móðir jörð sem hefur líka þurft að líða fyrir þessa ringulreið sem ríkt hefur.
Þessum orðum er deilt með ykkur til að vekja umhugsun og skoðun á því sem framundan er næstu vikur til enda þessa árs.


Finnbogi Rúnar með leifi Sant German.

 

22 Jan.

Orkan.

Þegar við horfum á orkuna í dag og þá sveipi sem í henni eru birtist það mér í þremur aðskildum lögum, í fyrsta laginu eru þeir sveipir sem tengjast okkur mannfólkinu og við þannig sköpun frá degi til dags, í öðru laginu eru þeir sveipir sem eru í móður Jörð og byrta mestu spennurnar sem er að finna í og undir jarðskorpunni, í þriðja laginu má síðan finna þá orkuliti sem eru ríkjandi í orku landsins og eru að hjálpa bæði landi og þjóð.
Ég reyndi að setja þetta saman á Íslandskort og þannig fanga þær sýnir sem ég hef fengið af þessum sveipum og ætla að gera mitt besta til að túlka þann skilning sem ég hef fengið um virkni þeirra og tilurð.
Fyrsta kortið sýnir yfirborðssveipi sem eru að mestu ornir til fyrir hugarorku mannsins, en einnig er í þeim tilfinninga þáttur, þessir sveipir eru sterkastir hér suðvestanlands og virðast þér fylgja fólksfjöldanum og síðan því að hér er stjórnsýslan staðset, það virðist vera þannig að það eru aðallega tvær orkustöðvar landsins sem takast á við þessa orku, það er Snæfellsjökull og Langjökull þó aðallega Langjökull, þessir orkusveipir munu minka í réttu hlutfalli við það þegar meiri ró kemst á í samfélaginu og meiri kyrrð verður um stjórnsýsluna það er síðan undir okkur mannfólkinu komið hversu langan tíma það tekur.
Annað kortið sýnir svo þær orkuspennur sem eru í jarðarorkunni hvað þetta land varðar og virðist sem þær spennur liggi frá Reykjanesi (Keili sýnist mér) norður í Eyjafjallajökul og síðan suður aftur í Mýrdalsjökul, mér virðast þessar spennur vera fyrst og fremst í jarðskorpunni en einnig sé ég þær vera undir henni líka, hver þróunin verður á þeim finnst mér ekki vera hægt að segja fyrir um að svo stöddu og ræðst hún af því hvernig Jörðin nær að hreinsa orkuna og svo af því hvernig við náum að vinna úr okkar þætti hvað þá þróun varðar.
Síðasta kortið sínir þær orkur sem eru ríkjandi í orkusvið Íslanda í dag og finnst mér það vera nokkuð góð setning á þeirri orku, ég ætla ekki að túlka það mikið frekar þar sem hver og einn sem sér þetta hefur sinn skilning á þeim litum sem þarna birtast, vill þó vekja athygli á því að yfir suðverstur horninu er sveipur sem viðkemur spennu fólks þó hann sé tiltölulega veikur og ekki sterkir litir.
Með kærleika og ljósi.
Finnbogi Rúnar.

 

8 Jan.

Þegar til framtíðar er horft.

Þegar við horfum til framtíðar þurfum við að skoða hvað við viljum sjá að gerist og síðan að setja okkur markmið til að stefna að í samræmi við það, við þurfum að hafa það í huga að þessi markmið þurfa að vera jákvæð ef við viljum að þau eigi möguleika að verða að raunveruleika, einnig þurfum við að hugsa til þess að það er eitt að setja sér markmið til að vinna að, og annað er að vera með draumóra eða óraunverulega væntingar til framtíðarinnar.
Það er eðlilegt að setja sér markmið til að vinna að, þau markmið geta bæði verið á veraldlegu svið eins og á því óveraldlega, vegna þess að ef við vitum ekki hvert við viljum stefna hvernig getum við þá ætlast til að hlutirnir geti orðið að einhverju, einnig þurfum við að vera meðvituð um það að orkan getur hjálpað okkur til að hlutir verða að veruleika ef við setjum okkur markmið.
Síðan er það hitt hvað er óraunsætt og hvað er raunsætt, það er ekkert auðvelt að setja einhver viðmið hvað það varðar, þó má segja að til dæmis getur það talist eðlilegt að setja sér það markmið að hafa næga peninga fyrir sig, en það þýðir ekki að við verðum rík og eigum fullt af peningum sem við í raun höfum ekkert með að gera.
Þegar við setjum okkur markmið inn í framtíðina megum við ekki gleyma að það sem er okkur hvað mikilvægast er það sem við getum kallað andleg verðmæti, því að ef við höfum ekki góða andlega og líkamlega líðan skiptir hin veraldlega líðan litlu, ef við höfum ekki heilsu til að njóta veraldlegrar velgengni til hvers er hún þá?
Þess vegna er það svo að við verðum að gæta þess að lífið er ein heild sem ekki er hægt að sundurskilja í einstaka þætti óháða hvor öðrum, við þurfum að byggja okkur upp sem einstaklinga sem erum meðvituð um hvað við erum hverju sinni og markmið okkar inní framtíðina ættu að spegla óskir okkar um betra líf heild, en ekki í einstökum atriðum sem síðan eru í raun ekki aðskiljanleg.


Finnbogi Rúnar.

 

7 Jan.

Á nýju ári.

Þegar við horfum til orkunnar á árinu sem er að byrja, þá verðum við að hugsa til þess að það er margt sem getur breytt því sem sumir telja að árið beri með sé, því að það þarf ótrúlega lítið til þess að breytingar verði.
Nú í upphafi árs er orkan ótrúlega fjölbreitt að uppbyggingu og í raun hægt að nota hana til að skapa mjg fjölbreytt umhverfi, en um leið þarf lítið útaf að bera til þess að hún sýni andstæður sínar hverju sinni.
Að þessu sögðu langar mig til þess að benda fólki á að nota sér orkuna vel til þeirra hluta sem það þarf, en um leið að umgangast óskir sínar og athafnir með virðingu, þannig að við skemmtum okkur við það sem á að vera skemmtilegt en ekki við það sem er til þess fallið að geta misskilist á þann hátt.
Við þurfum líka að muna það að lífið er leikur sem við þurfum að vanda okkur við að leika, og að við getum aldrei leikið neinn nema okkur sjálf og þess vegna er eins gott að við túlkum hlutverki vel og skilum því vel af okkur.

Finnbogi Rúnar.

 

Site Meter