Það er ekkert sjálfsagt.
Það er alltaf það, sem þú sérð fyrir þér, sem mynd í kollinum, er alltaf það sem framundan er, og setur upp þá stefnu sem framundan er hjá þér. Það þarf hver og einn að geta séð í huga sér hvað hann ætlar sér.
Þó svo að það þurfi að líða einhver tími.
Fara einhverjar krókaleiðir. Krókaleiðirnar eru hluti af okkar lærdómi til þess að fá skilningin áður en þessi mynd getur birst og orðið hluti af hverjum og einum.
Þegar við tölum um, að fólk þurfi að stinga út sína stefnu, ákveða hvert skal fara, setja sig í samband við sjálft sig, til að finna sína mynd.
Til þess að ná þeim markmiðum. Þarf fólk að gera sér fulla grein fyrir því, að það er ekkert sjálfsagt, og það er ekkert annað en vinna, sem liggur í að feta þessa leið.
Það er allt rétt sem gert er, vegna þess að allt sem gert, er hluti því, að fá skilninginn. Skilninginn til að standa undir því myndin gaf upphaflega vilyrði um. Það er ekkert af ástæðulausu, sem kvikna þessar myndir í hugsun hjá hverjum og einum.
Það er ekkert af ástæðulausu, sem fólk býr yfir einhverjum draumum, um að gera eitthvað, eða verða eitthvað. Þetta er alltaf spurningin, um hvort það henti þér, og hvort þú sért tilbúinn, að leggja á þig þá vinnuna til þess.
Það hefur sú hugsun skotist upp öðru hverju, að mönum finnist, sem þeir menn, sem taka að sér að hleypa okkur í gegn, að það sé eitthvað að sækjast í.
Ég get fullyrt það, og sagt ykkur öllum, að þetta er ekkert nema vinna, og mun ekkert verða annað en vinna.
Það sem þeir hafa lagt að baki, og það sem snýr að hverjum og einum
Þeirra er þeirra mál. En það fólk, sem inn á þessa fundi kemur með vissu millibili, sér í raun og veru ekkert nema það, sem áunnist hefur. Það sér ekki vinnuna á bak við það. Það er til dæmis ekkert sjálfsagður hlutur, að men stígi upp úr tilfinningunum, til þess að hætta að hafa áhrif á hvað við segjum. Því þetta eru allt hlutir, sem hafa áhrif á það við erum að segja, og hvað við erum að gera hverju sinni.
Þetta er í samræmi, við það sem við erum að segja, að þetta er ekkert annað en vinna, og það er ekkert gefins í þessum málum. Það þarf hver að sjá um sín mál það getur enginn tekið ábyrgð á neinum öðrum.
Við höfum öll innra með okkur ljósið, við höfum öll innra með okkur guð.
Ef við spyrjum hann, í hvert skipti í hjartans einlækni hvað við ætlum okkur, hvað við ætlum að gera.
Hvernig við skulum taka á hverju sem er. Þá fáum við svarið, svo lengi sem við erum tilbúinn að taka því eins og það er. Það er líka hlutur sem við þurfum að gera okkur grein fyrir " Að hlutirnir eru bara eins og þeir eru". Ef að þú getur ekki sætt þig við svarið. Þá er það þitt eigið vandamál og þín eigin höft sem valda því. Þetta er í raun og veru ekkert flóknara en þetta.
Svona þarf að vinna skref fyrir skref.
Og ef eitthvað, sem einhver segir um sig sjálfan, fer í pirrurnar á einhverjum öðrum, þá er það vandamál þess lætur það fara í pirrurnar á sér. Vegna þess að ef speglunin frá næstu persónu fer í pirrurnar á einhverjum, þá þarf hann, sá sem pirrast, að skoða sín mál. Öðruvísi er ekki hægt að taka til í sínum eigin garði.
Ef þú ætlar að breyta maneskjunni sem fer í pirrurnar á þér, til þess að þér líði betur, eða þú hættir að finna fyrir þessum pirringi frá henni.
Þá ert þú farinn að taka til í allt öðrum garði en þínum eigin.
Megi guðsljósið lýsa ykkur hverju og einu ykkar, ykkar eigin leið.
Stjórnandi á fimmta geisla sem mælir þessi orð.