19.06.01.

Hugsið til þess.

Mér finnst að fólk ætti að hugsa til þess, að í árþúsundir hefur orku-uppbygging mannsins átt sér stað, í öll þessi árþúsund hefur manns sálinni verið auðið að birta þá orku-birtingu sem hún hefur kosið hverju sinni.

En samt sem áður eftir öll þessi árþúsund er maðurinn en þá að berjast við það að ná þeirri orku-birtingu að geta talist syðuð vera.

Ég kveð þetta fast að orði með það að leiðarljósi, að frá mínum sjónarhól, telst það ekki syðuð vera sem að sem tekur líf sinnar eiginn tegundar, sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til þess að nota hagsmuni sína umfram aðra í sinni tegund.

Ef við hofum á það sem næst kemur manninum í birtingu á þessari jörð, það er að segja dýraríkið, að þá hefur hver tegund sinn leiðtoga í hveri hjörð, en þegar leiðtoginn er fundinn þá er líka átök innan hjarðarinnar nánast undantekning, það þýðir það að það er undantekning ef eitt dýr ræðst á annað innan sömu hjarðar, vegna þess að hjarðirnar hugsa um framgang sinn sem heilar, ekki sem einstaklinga.

Það væri manninum mikil framför, ef hann næði í heild sinni að horfa á mannkynið sem eina heild, það kann að vera að það sé talað um kynstofna mannkyns, einn sé kominn héðan og annar sé kominn þaðan, en þegar upp er staðið er blöndun mannkyns það mikill að það er ekki hægt að tala um neitt annað en eina heild í því sambandi.

Ég vill líka hafa orð á því, að það er ekki einu sinni nóg að mannkynið dragi sig í þjóðflokka og þjóðir og berjist þannig innbyrðis, heldur eru einstaklingarnir innan hvers þjóðfélags, hverar þjóðar, stöðugt að reyna að skáka næsta einstakling, stöðugt að reyna að ná í það sem hann hefur og við komandi telur sig ekki hafa.

Furðulegastur er þessi leikur þó, þegar að menn eru að reyna að sækjast í það sem er viska annarra, vegna þess að hvernig í ósköpunum eiga þeir einhver tíman að geta sótt í annarra visku unnið hana.

Í niðurlaginu á þessum pistli vill ég segja, það sem hver einstaklingur þar að vita og skilja, er að hann getur engum breytt nema sjálfum sér, hann getur aldrei öðlast neitt sem annar á í raun og veru, hann getur eignað sér veraldlega hluti annarra, en það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið er einfaldur sára einfaldur hlutur, vertu sátt/sáttur við sjálfan þig, ef ekki þá getur þú aldrei komist hjá því að takast á við það, það getur enginn annar fært þér það.