26.06.01.

Hvernig líður þér?

Ég vill biðja fólk að leiða til þess hugann, hvað það gerir til þess að því megi líða vel sjálfu?

Hvað er það sem þú gerir dagstag lega hvort heldur er á heimili þínu eða vinnustað, sem er beinlínis gert til þess að þér megi líða vel?

Hvernig bregst þú við gagnrýni annarra, hvernig bregst þú við áreitti annarra og ásökunum?

Ef við byrjum á fyrstu spurningunni sem ég nefndi, þá mundi ég vilja benda þér á það sem þetta sérð, að þú getur ekki ættlast til þess, að aðrir liðki til fyrir þér svo þér megi líða vel, ef sá hinn sami horfir upp á það, að þú misbíður sjálfum þér og líkamma þínum fyrir augum þess á hverjum dagi.

Þú getur ekki ætlast til þess að allir aðrir gerir gott fyrir þig, á meðan þú sjálfur gerir þér ekki gott, nú snýst þetta hvorki um matarræði eða reykingar, þetta snýst um framkomu þína gagnvart sjálfum þér, þetta snýst um jákvæni og neikvæðni.

Og hver er það sem bregst við ásökunum annarra í reiðikasti vegna þess að hann treystir sér ekki til að standa fyrir máli sínu?

Þegar þú verður reiður undir ásökunum annarra, þá er það alltaf vegna þess að þú treystir ekki sjálfum þér til þess að verja það sem málið snýst um, þú treystir þér ekki til þess að þú hafir rétt fyrir þér, þú treystir þér ekki til þess að þú hafir rök fyrir máli þínu.

Og hvað eru svo algengustu viðbrögðin þegar þú ert orðinn einn eða með þínum nánustu, er það ekki sjálfs ásökuninn, samviskubit og í raun og veru bak nag á sjálfann sig fyrir að hafa ekki gert þetta eða hitt svona eða hinsegin og fyrir að hafa nú ekki svarað fyrir sig og svo fram eftir götunum og ef ekkert annað er þá fyrir að hafa mist stjórn á sjálfum sér?

Allar slíkar hugsanir til þín sjálfs eru neikvæðar hugsanir, ef þú verður reiður undan ámælum annarra, þá bætir þú það ekkert með því að skamma sjálfan þig í raun og veru með sömu reiðinni, það eina sem getur hjálpað þér, er að senda jákvæðar hugsanir til sjálfs þíns og lofað sjálfum þér því að þú getir unnaið í því að losa þig við þessa reiði, ef þú vantreystir sjálfum þér þá græðir þú ekkert á því að vera með samviskubit og bak nag á sjálfan þig, það eina sem þú getur gert til að bæta úr því, er að lofa sjálfum þér því að reyna að læra að treysta á sjálfan þig.

Þess vegna færi ég þetta í tall, að stór hluti af þeim neikvæðu orkum sem eru í gangi daglega eru til komnar í gegnum svipað hugsanna ferli og ég hef verið að lýsa hér, stór hluti neikvæðninnar er til kominn vegna viðbragða sem byggist á reiði, reiði sem í engum tilfellum á í raun og veru rétt á sér, er aðeins kominn til vegna þess að þú ert hræddur og treystir ekki sjálfum þér til þess að verja það sem ásókn annarra beinist gegn.

Og þú stuggar aldrei ásókn annarra frá þér með reiðinni, vegna þess að þá finnur sá sem kemur þér úr jafnvægi að þar er einhvað sem hann getur sótt í.

En ef þú lærir að halda jafnvægi þínu og ró þó að þér líki ekki það sem í gangi er, þá líka sækir enginn í það sem þú hefur, vegna þess að hann sér að því verður ekki hagað, því hann sér jafnvægi þínu og ert tilbúinn til þess að mæta honum eða einhverjum öðrum í orðum og gerðum, samt á þessi uppbygging þín aldrei að verða til þess að skapa hræðslu hjá öðrum, heldur aðeins að vera í því hlutlausa ástandi, að þú veist það að þú ert tilbúinn til þess að standa fyrir þínu máli hvar og hvenær sem er við hvern sem er, um leið og þú færir þér sjálfum þá trú þá hverfur þinn ótti.

En hann á ekkert að hverfa til þess að byggja upp ótta annarra, heldur til þess að legja sitt á vogarskálarnar til þess að senda jákvæða orku út í samfélagið, vegna þess að sá sem græðir á því að þú sendir út jákvæða orku ert þú sjálfur og einginn annar meir en þú.

Hugsið um þetta og leitið að jafnvæginu og jákvæðninni gagnvart ykkur sjálfum.