Hversu oft sérðu eftir því sem þú segir og óskar þess að þú hefðir aldrei sagt það, aldrei gert það?
Það er ekkert lögmál að þú hafir ekki stjórn á hvötum þínum, að þú segir hluti sem þú sérð eftir og aðrir liggi í sárum eftir, það er ekkert náttúrulögmál að þú getir ekki stjórnað sjálfum þér í kærleika og frelsi, ekki í reiði og heftinngu, sársauka.
Það eina sem þú þarft að gera til þess að hefja þá vinnu, sem að endingu skilar þér sjálfstjórn í frelsi, sjálfstjórn sem byggir á virðingu fyrir öllu því sem dregur lífsandann, virðingu fyrir fluguni sem skríður eftir glugganum, fyrir blóminu sem skýtur upp kollinum að vori með þann tilgang einann að gleðja þig með fegurð sinni, til þess að þú getir hafið þessa vinnu, þarftu að setjast niður og ákveða að þú viljir vinna það verk, að þú viljir ná friði innra með sjálfum þér.
Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin, þarftu raunverulega ekki að gera neitt annað en að fylja þinni eðlisávísun og gefa þér tíma til að hlusta á þitt eigið hjarta, þinn eigin kærleik sem alltaf alltaf er til staðar þið innra með þér.
Það sem þú þarft líka að gera, er að leifa þér að vera til, án þess að þú sért að skamma sjálfan þig frá morgni til kvölds, afsaka einföldustu hluti vegna þess að þú skammast þín fyrir þá og þú skammast þín fyrir þá, vegna þess að einhver hefur einhver tíman talið þér trú um það að þeir ættu ekki að vera svona.
Þegar þess vinna hefur á meðvitaðan hátt farið fram, þarftu líka að sína þá þolinmæði að leifa henni að gerast, en ættlast ekki til þess að henni ljúki á morgun eða hinn.
Það er einginn til sem er svo mikill töframaður, að hann geti fært þér þennan innri frið í jólagjöf eða afmælisgjöf, það er enginn sem getur tekið frá þér ójafnvægið nema þú sjálfur, vegna þess að þú ert einni aðilinn sem þekkir það, sem í raun veist hvaðan það kemur.
En ég get lofað þér því í gegnum þessi orð, að ef þú leyfir þessari vinnu að fara fram, hvort heldur að það þarf til þess eitt tvö eða þrjú ár eða jafnvel fleiri, að þá muntu njóta þess þegar upp verður staðið og ekki sjá eftir eini einustu stund, ekki einni einustu áhyggju stund sem þú upplifðir á meðan á vinnunni stóð.
Lifðu í kærleika, í þínum eiginn kærleika.
Megi friður ríkja með þér. Rama.