Þegar litið er til framtíðar.
Sama þó líkamanum sleppi þá heldur lífið áfram endalaust, en það er í þínum höndum hvernig þetta líf er, hvernig þér kemur til með að líða, ekki bara líkamlega eins og þið orðið það heldur líka andlega.
Það er í þínum höndum hvort þú vanvirðir sjálfan þig og allt sem í kringum þig er, eða hvort þú lærir að bera virðingu fyrir þér sem sál og um leið virðingu fyrir öllu því sem er lífs í kringum þig, allt frá minnsta steini sem þú sérð, steininn hefur sína útgeislun sitt lífsmark, gróðurinn geislar frá sér hefur sjálfstætt líf, dýrin í kringum þig hafa sitt líf meira að segja sínar tilfinningar og sársauka mörk.
Það er undir þér komið hvort þú kýst að lifa í samhljómi við þetta líf sem er allt í kringum þig, sáttur við það sem þessi flóra vina þinna á öllum lífssviðum er tilbúinn að gefa þér af frjálsum vilja.
Eða hvort þú vilt vaða fram í ójafnvægi skeytingalaus um allt sem fyrir verður, óánægðir með það sem náttúran vill gefa þér og rænir hverju því sem þú kemur hönd á og vanvirðir það sem eftir er svo það á ekki lífs von í neinni mynd.
Það er undir þér komið hvort þú gengur einn í þessum skilningi á yfirborði jarðarinnar, vina laus og einmanna, eða hvort þú stillir þig inn á samhljóminn við lífríkið í kringum þig og átt vin hvar sem þú ferð hvar sem þú ert.
Þó enginn maður sé sjáanlegur þá áttu alltaf vin til þess að tala við, að sameinast, að deila með.
Því þetta er nákvæmlega það sama og gerist ef þú gengur inn í þinn mennska vinahóp vanvirðir hann og treður á honum, þá situr þú uppi einmanna og hefur engan að tala við.
Þú kannt að eiga áfram þinn mennska vinahóp þótt þú vanvirðir náttúruna, en þú átt engan frið á meðan þú getur ekki litið á samhljóminn við það sem þú í raun og veru ert, aðeins einn hluti af öllu því sem er á yfirborði jarðarinnar, órjúfanlegur hlekkur í þeirri lífkeðju og þegar þú gengur á hina hlekkina þá finnur þú til, vegna þess að enginn keðja verður rofinn án sársauka, enginn máttur búin til án þess að eiðileggja annan.
Ég bið þig því þú sem þetta sérð að skoða það í hugsun þinni, hvort þú ert ekki tilbúinn til þess að leita að samhljómnum í keðjunni, lífskeðju jarðarinnar til þess að verða sá sem þú varst skapaður til að vera, þiggjandi á jörðinni ekki drottnandi yfir öllu og öllum í kringum þig.
Meistari sjöunda geisla.