31.08.01.

Við hvað ert þú sátt/ur.

Hvert villt þú halda. Hvert ert þú að fara.

Það er alla vega alveg á hreinu að þú ert á réttri leið, því það er ekki til neitt sem heitir röng leið. Það er bara misjafnt hvað þú þurftir að prófa áður enn lengra er haldið.

Það er í raun ekkert rangt til þetta er bara einstök reynsla sem þú kemur til með að skilja með tímanum að er, og var nauðsynlegur hluti af þeim þroska þú ætlaðir að fá til að geta stigið skrefið í átt að þeirri birtingu sem sálinn tók að sér áður en hún lagði af stað til jarðarinnar.

Þegar þú safnar saman þeirri reynslu sem þú hefur fengið það sem af er þessu jarðlífi, sérðu oft misjafnlega erfiða reynslu sem við höfum gengið í gegnum á lífsleiðinni. Hún á öll eftir að nýtast í því sem framundan er.

Alveg sama hvort þú sérð eftir einhverju sem upp á kom eða ekki. Þá þegar horft er með jákvæðni til baka var þetta alltaf eitthvað sem hjálpar þér að þroskast og finna rétta leið að þér.

Það er það sem málið snýst um að finna sig og brjótast út úr þeim munstrum sem við höfum tileinkað okkur fyrir aðra.

Því það hlýtur alltaf að vera tilgangurinn að finna æðra sjálfið eða sálina eins og ég kalla það.

Þegar þangað er komið höfum við fundið okkur sjálf eða fundið hjartað. En þar með sagt er kannski ekki allt komið það þarf að finna leið til að setja þetta allt í þitt eigið samhengi til að þér finnist hlutirnir passa fyrir þig.

Það getur enginn sagt þér hvað passar fyrir þig nema þú sjálfur.

Þess vegna get ég skrifað pistla og sagt frá minni reynslu, sem getur aldrei verið rétt fyrir þig nema að þér finnist það sjálfri/um.

Það er engin nema þú sem getur ákveðið hvað er rétt fyrir þig. Því þú ert einstakt listaverk sem Guð hefur skapað í einstökum tilgangi, og þann tilgang getur þú ein/n fundið.

Í kærleik og ljósi.

Guðmundur Fannar Guðjónsson.