Innri leitt.
Fólk er oft að leita og veit ekki hvers það leitar og þegar fólk leitar lengi án þess að átta sig á því að hverju það leitar, að þá oft lendir það í vandræðum með sín hegðunar munstur, með öðrum orðum fer inn í neyslu alskonar vímugjafar.
Þess vegna vill ég beina því til allra þeirra sem eiga hugsanlega eftir að heyra þessi orð mín og sjá að gera sér grein fyrir því, að þegar það finnur tón sem það veit ekki hvaðan kemur, að þá kemur hann alltaf að innan.
Tóninn sem krefur leitarinnar hann kemur innan frá og það er enginn önnur leið til þess að finna það sem leitað er að, önnur en að snúa sér að sér sjálfum, leita að sínu jafnvægi, leita að sínum þroska, finna frið í huganum og hjartanu og um leið frelsi til að vera sá sem maður kom til þess að vera, en ekki einhver sem maður á að vera samkvæmt einhverju utanað komandi kröfum.
Ég vill líka biðja fólk að átta sig á því að ef það ætlar að þóknast umhverfinu sínu alla tíð, þá verður það að endingu ringlað og þreytt, vegna þess að umhverfið gefur oft svo falskan tón, miðað við þann tón sem hjartað gefur að það veldur oft hálfgerðri ringulreið í lengri tíma séð.
Þess vegna þarf fólk að leita að sjálfum sér sem einstöku sköpunarverki, en ekki fjöldaframleiddu eintaki af manni.
Mannlegt eðli og uppbygging.
Ég vill líka segja það, að til þess að maðurinn geti birt sitt fegursta eðli þarf hann að vera hreinskilinn við sjálfan sig, hann þarf að skilja það að það er ekkert til í mannlegu eðli sem hann þarf að skamma sín fyrir, vegna þess að allar hvatirnar sem hann ber, öll tilfinningaflóran sem mannlegur líkami ber er sköpuð af þeim sem skóp hann, af föðurnum sem við eigum öll sameiginlega.
Og þess vegna er óþarfi að skamma sín fyrir nokkuð af því sem upp kann að koma, hvorki í hugsana ferli mannsins eða athafna frelsi.
Hins vegar ætti hverjum einstaklingi að vera það ljóst, að til þess að hann fylgi sínu eðli eins og það var skapað, þá hugsar hann fyrst og fremst um sjálfan sig, án þess að það bitni á öðrum.
Vegna þess að þessi sami skapari sem skapaði allt eðli mannsins, að hann fékk honum aðeins yfirráð yfir sjálfum sér og engu öðru.
Ef fólk hefur þetta hugfast að þá mun það geta birt hvert og eitt fyrir sig sitt fegurstaeðli, en það gerist ekki eins og þið segið að smella fingri, það tekur allt sinn tíma og þessi tími er mjög mismunandi langur eftir því hver einstaklingurinn er í sínu sérstaka og einstaka sköpunarverki sem hann er.
Þið eigið ekki að skammast ykkar fyrir að þið efist um það sem þið sjáið ekki og það sem þið getið ekki þreifað á, það er enginn skömm í því fólginn, þið getið aftur á móti ef þið viljið lært það hverjum þið megið treysta og hverjum þið megið ekki treysta og þegar þið hafið lært það einu sinni þá metið þið þetta á augabragði þannig að þið þurfið ekki að efast, þið vitið hvað er rétt vegna þess að þá hefur hjartað talað við ykkur og sagt ykkur það.
Ég get aldrei sagt ykkur hvað er rétt fyrir ykkur nákvæmlega, ég vonast til að geta sagt sjálfum mér hvað er rétt fyrir mig á hverjum degi lífs míns.
Maitreya.