Biðjum um frið.
Ég vill biðja ykkur eins og alla að biðja fyrir að það megi aftur ríkja friður þar sem hann ekki ríkir lengur, ég vill líka biðja ykkur að hugsa um það og ég vill biðja ykkur að benda nágrannanum á það hversu fánýtur ófriðurinn er.
Ég vill biðja ykkur að vekja athygli á því að það er sama hversu mikið er sprengt, það veit enginn hvað hann er að gera og ófriðurinn er alltaf fánýtur því hann leysir ekkert.
Ég vill líka biðja ykkur að hugsa til þess nú á þessum að það má vera að það hafi verið sett í gang þróun sem hana bjuggu til sjái ekki fyrir endann á, þess vegna bið ég alla þá sem þetta eiga einhvertímann eftir að sjá eða heyra að biðja fyrir friði og senda þeim mönnum ljós sem ekki geta fundið friðsama lausn á ágreiningsmálum heimsins umvefja þá ljósi við hvert tækifæri sem þið hafið til, svo þeir megi skilja að ófriðurinn er enginn lausn og enginn bati fæst með því að lýtisvirða aðra og koma þeim í erfiða aðstöðu.
Munið það líka í ykkar daglega lífi að það er engum sigri náð með því að gera lítið úr nágrannanum, með því að særa hann, með því að hann sé stunginn hjartasári, sendið honum kærleik og ljós þó að hann skilji ekki ykkar afstöðu, vegna þess að ef þið gerið það hættir hann að áreita ykkur og seina kann hann að leita til ykkar eftir skilningi.
Þetta voru nú þau orð sem ég hafði samann tekið fyrir þetta kvöld.
Megi blessun og friður ríkja á meðal ykkar.
Greifinn af Saint German.