Að fylgja flæðinu.
Það sem ég ætla að leggja upp með að þessu sinni, er það hvort þú fylgir flæði þínu í því sem þú gerir, hvort heldur það eru breytingar eða ekki breytingar, heldur bara lífið almennt.
Ef þú ert í takt við flæðið þitt þá þarftu ekki að taka stórar ákvarðanir, þá þarftu ekki að setja upp hátíðarsvip og hleypa í brýnar til að taka ákvarðanir, vegna þess að ákvarðanirnar eru teknar af sjálfu sér, án þess að nokkur viti af því að búið er að taka ákvörðun þá hefur hún verið tekin.
Vegna þess að þú ert í takt við flæðið þitt, þá hindrar það þig ekki á nokkurn hátt þó að verði breytingar á einhvern máta.
Vegna þess að þú ert í takt við flæðið þitt, þá veldur það þér engri innri spennu hvort þú þarft að breyta svona eða hinsegin.
Vegna þess að þú ert í takt við flæðið þitt, þá ertu sáttur við breytingarnar, þú þarft ekki að sætta þig við þær eftir á.
Hins vegar ef þú ert úr takt við flæðið í kringum þig, þá ertu allaf að búa til breytingar sem valda þér innri spennu og átökum og þú ert ekki sáttur við breytingarnar, þú þarft að sæta þig við þær og gera eins og stundum er sagt á þessari tungu, það besta úr öllu samann, þá ertu ekki sáttur við flæðið þitt, þá ertu ekki í takt við flæðið þitt.
Vegna þess að þegar mannkynið leifir duttlungum hugans að stjórna lífinu sínu, þegar það tekur allar ákvarðanir sínar í stressi, vegna þess að það er undir áhrifum frá einhverjum öðrum en sjálfum sér, er að gæta hagsmuna einhvers alls annars en sjálf sín, þá myndast þessi spenna, þessi ósátt við lífið dagstaglega.
Hver einstaklingur ætti að hafa það að markmiði að lifa lífinu dag hvern þannig að hann sé sáttur við það og þurfi ekki að vinna stóra vinnu til þess að sætta sig við það sem fram fer.
Þannig hef ég stýrt þeirri vinnu sem ég vinn með þeim sem ég vinn hér á jörð og þannig mun ég halda áfram að stýra þeirri vinnu sem við eigum eftir að vinna í framtíðinni, að hver og einn geti verið sáttur við líf sitt hverja einustu mínútu yfir allan sólarhringinn.
Það tekur tíma að sleppa stjórnunar munstrunum út úr orkumunstrunum sínum, það tekur ávallt tíma að það hlutlaus að maður þurfi ekki að mynda sér skoðun á því sem manni kemur ekki við.
En þegar að það næst þá líka er uppskeran margföld og ánægjan í samræmi við það.
Ég ætla að leifa þessu að liggja með þessum orðum.
hið ytra sem hið innra hið efra sem hið neðra.
Greifinn af Saint German.