Ræktum víðsýni með okkur.
Mig langar að fara inná það í kvöld hvernig við þurum að rækta með okkur víðsýni í kærleika og hvernig við þurfum að venja okkur við það að hvert og eitt okkar hefur ákveðna og sérstaka mynd af hverju orði sem sagt er.
Ég get talað hér fyrir hundrað manna hóp og þegar ég hef lokið máli mínu gæti þessi hundrað manna hóp farið í hár saman, vegna þess að allir skildu það svona en ekki hinsegin og þegar að væri búið að túlka orð mín á hundrað vegu þá væru jú orðin sem ég sagði í upphafi löngu gleymd og grafin.
Hins vegar verðum við að horfa til þess að hver og einn verður að fá að túlka orðin á sinn veg á sinn hátt, hann verður líka að fá leyfi til þess að halda þeirri túlkun þangað til kemur í ljós hvort hún er rétt eða ekki rétt, ég get ekki komið fundinn á eftir og leiðrétt túlkun fólks á orðum mínum, vegna þess að þá mundi fólk ósjálfrátt hætta að túlka orð mín heldur bíða eftir að ég kæmi og túlkaði þau fyrir hvern og einn.
Það hljóta allir að sjá að þannig gengur það ekki, ég hlít að velja orðunum stað eftir hugsun minni og velja þau orð sem ég tel að lýsi best þeirri hugsun sem ég ber með mér.
En ég get ekki og má aldrei eltast við túlkunar atriði á orðum mínum fyrir fólk eftir að þau hafa verið sögð.
Nú er ég ekki að tala um eitthvað sem ég hef sagt persónulega, heldur tala ég þetta út frá sjálfum mér vegna þess að þannig eigum við ávalt að tala út frá okkur sjálfum þegar við tölum við annað fólk, við eigum ekki að tala út frá reynslu annarra sem við höfum upplifað, vegna þess að þá reynslu höfum við aðeins upplifað í annarri eða þriðju persónu og sú reynsla getur aldrei orðið okkar og við getum aldrei lýst henni eins og það sem við upplifum sjálf, því sem við göngum sjálf í gegnum.
Við verðum líka að átta okkur á því að hlutir geta verið bæði jákvæðir og neikvæðir án þess að þeir hafi neikvæða merkingu í sjálfu sér, hins vegar þegar við förum inní það að vera ósveigjanleg á afstöðu okkar, þegar við verðum þannig upp sett að við leyfum ekki öðrum að túlka orðin mín á neinn annan hátt en við túlkum þau sjálf, þá erum við komin í þá afstöðu og þá væri ég kominn í þá afstöðu miðað við það að ég væri túlkandinn, að ég er búinn að loka á flæði mitt til samskipta við aðra um það sem er þar um að ræða.
Vegna þess að ég get aldrei haft skilning fyrir þig eða þig það gengur ekki þannig upp, vegna þess að þið hafið ykkar reynslu ykkar tilfinningar sem þið metið orð út frá og skilið þau eftir þeim.
Þegar fólk svo ræðir til dæmis þau orð sem ég hef að segja hér í kvöld, þá ætti það að vera markmið hvers og eins að leggja þar inn á hlutlausan hátt sinn skilning, hlusta á skilning annarra og meta síðan hvort þú getir fallist á einhvern hluta eitthvað brot af þeim skilningi því að enginn lausn væri í að fallast á hann allan og þannig getur fólk náð að ræða þessa hluti og komist að sameiginlegri niðurstöðu ef það þyrfti að standa og segja óháðum aðila frá því hvað fram hefði farið.
Mig langar líka til að hafa orð á því í kvöld, að það er margt sem við getum lært á degi hverjum af öllu því sem við gerum, framkvæmum, hugsum.
Vegna þess að hver hugsun okkar er í sjálfu sér óplægður akur, eitthvað sem ekki hefur verið sagt áður, eitthvað sem ekki hefur verið hugsað áður, því að hver hugsun getur aðeins verið hugsuð einusinni og það er aldrei hægt að endurtaka sömu hugsunina, ekki einusinni hvað þá heldur tvisvar.
Þar af leiðandi lærum við af hverri einustu hugsum sem við hugsum, annað hvort komumst við að því að við höfum hugsað vel, eða þá að við komumst að því að við erum ekki sátt við okkar eigin hugsun, ef að við erum ekki sátt við okkar eigin hugsun þá þurfum við að skoða hvers vegna svo er, vegna þess að fyrsta skilyrðið er að við finnum sátt við okkur sjálf eins og við erum, hvorki upphafin á neinn hátt sem einhverja veru sem aldrei gerir mistök eða aldrei verður á og ekki heldur einhverja veru sem má bara gera þetta en ekki undir nokkrum kringumstæðum hitt, mannslíkaminn er skapaður með öllum sínum tilfinningumhvötum, hvatirnar eru jafn guðlegar allar saman hver og hin einasta og ef við lifum út frá því að hvötin sé hrein og þá alltaf jákvæð og birtir aldrei neikvæða gjörð, neikvæða hugsun.
Hver einasta tilfinning okkar er hrein þegar hún kemur upp, þegar við upplifum hana, en á einhvern hátt þá berum við innra með okkur (eins og ég sagði hér fyrir viku síðan eða tveim) minningarbrot annað hvort frá þessari jarðvist aða öðrum jarðvistum sem skekkir tilfinninguna okkar, sem gerir það að verkum að við upplifum ekki tilfinninguna ekki í fyrstu persónu eins og hún kom til okkar í upphafi heldur í annarri eða þriðju persónu eftir því hversu langt í burtu myndin er sem skekkir, brotið sem skekkir.
Þess vegna þurfum við alltaf að líta á það að öll okkar hugsun er mannleg, hún er ekki óviðeigandi fyrir okkur af því við erum við, allar okkar hvatir svo lengi sem þær bitna ekki á öðrum, ef við notum það orðaval, eru eðlilegar, það eina sem getur verið óeðlilegt við hvötina er það að hún geri á hlut annarra, að hún geri eitthvað sem er öðrum byrði öðrum skaði.
Þegar við höfum þetta tvennt sem ég hef tekið hér í kvöld og setjum það saman í miðjuna, þá höfum við tilfinningu sem við notum til að túlka orðin mín, við höfum hvöt sem segir okkur hvað orðin eru að meina, spurningin er hins vegar sú hvort við getum haldið tilfinningunum og hvötunum sem við notum til þess að skynja orðin mín í þessari miðju hérna, þannig að þær séu hlutlausar og ekki búnar að mynda sér fyrirfram skoðun á þeim orðum sem ég hef sagt.
Það er það sem þetta snýst um að geta horft á hluti og gerðir, atburði í hlutleysi, að þær séu ekki dæmdar fyrirfram og að eitthvað sem kunni að vera sagt eða gert sé skoðað áður en við ákveðum hvort okkur líði illa eða vel með það, það er það sem ég í raun og veru vill leggja áherslu á að þessu sinni.
Greifinn af Saint German.