Um orkusvið jarðarinnar.
3. Sanat Kumara bíður gott kvöld og biður blessun að ríkja á jörð.
Þá er ég nú mættur hið þriðja skipti til þess að ræða þá hluti sem við höfum verið að fara í gegnum undanfarnar tvær vikur, það er að segja orkuflæði jarðarinnar og þær orkur sem ríkja á yfirborði jarðarinnar og þar fyrir ofan og flæði þeirra inn til mannanna á jörðinni.
Við erum búin að fara í gegnum og eiða í það stórum tíma að taka neðstalag jarðarorkunnar, sem er hugarorka mannsins og sú orka sem mest er blönduð með hugarorkunni, þannig að hugarorkan er ríkjandi þáttur í henni.
En ef við færum okkur upp fyrir 20 metra frá yfirborði jarðar, til að gefa viðmiðun og horfum á svona tuttugu kílómetra radíus umhverfis jörðina fyrir utan þessa 20 metra.
Þá ríkir í því orkusviði svona nánast öll orka sem maðurinn er að nota og þarf að nota í dag, það er þessi orka sem hefur tekið mestum umbreytingum síðan að orkubreyting jarðarinnar hófst í sjálfu sér, það er inní þessa orku sem öllum breytingum, hvort heldur það er í gegnum tungl eða aðrar reknustjörnur, það er í þessa orku sem þær koma inn.
Ef við byrjum á því að horfa til þess hvernig flæðið kemur inn til jarðarinnar, þá flæða ákveðnar orkur inní áruhjúp jarðarinnar í gegnum til þess gerðar orkustöðvar sem í sjálfu sér svara til orkustöðva mannslíkamans, en það er bara aðeins fleiri orkustöðvar en ein sem í nútímanum eru virkar í hverjum þætti fyrir sig, þá mundi maður kalla það að höfuðstöðin væri sú orkustöð sem mest af flæðinu kemur inn um og þá getum við talaðu um að til höfuðstöðvarinnar tilheyra fjórir staðir á jörðinni, sem taka þetta höfuðstöðvar flæði inn fyrir jörðina í heild sinni, því síðan hefur hvert land fyrir sig ákveðna orkustöð semtilheyrir sem orkukróna orkustöð krónustöðvar fyrir landið.
Síðan notar jörðin aðrar orkustöðvar sínar til úrvinnslu nákvæmlega á sambærilegan hátt og maðurinn gerir sjálfur, en við verðum að horfa til þess að inní þessu tuttugu kílómetra belti umhverfis jörðina þar ríkir öll framkvæmdaorka nútímans, þar ríkir flæði jarðarinnar ef við notum samlíkinguna við það (orkuflæði mannsins) og síðan getum við líka horft á það að þegar orkuflæðis breyting verður í þessu orkulagi þá kemur hún mjög hratt inn til mannsins, vegna þess að mótstaðan gegn henni er orðin svo lítil miðað við það sem var.
Ég ætla að leifa þessu að liggja þannig í kvöld og bið ykkur öllum blessunar. Sanat Kumara. Um orkusvið jarðarinnar.
4. Sanat Kumara bíður gott kvöld.
Þá er nú svo komið í þeirri umfjöllun okkar sem við höfum verið að fara í gegnum að við erum komin að fjalla um það hvaða orkur og hvernig orkurnar hafa áhrif á manninn og orkustöðvar hans og orkuflæði.
Allt hefur áhrif á orkuflæðið, hver einasta hugsun hefur áhrif á orkuflæðið einstaklingsins, hans eigin hugsanir miklumera en hugsanir annarra, vegna þess að þær koma innan frá og færast út, á meðan hinar koma utanfrá og þurfa að færast inn, en að sjálfsögðu ef að maðurinn dregur til sín hugsanir annarra og orkur að þá fara þær alla leið inní kjarnann og þess vegna geta leitað út aftur þegar þær finna ekki samhljóm fyrir tilveru sinni.
Það er líka alveg ljóst að þær orkur sem ríkja í kringum jörðina, bæði í því lagi sem ég byrjaði á, það er að segja í fyrstu tuttugu metrunum og síðan í þessum fjörutíu kílómetra radíus sem skiptist síðan niður í tuttugu kílómetra radíus út frá jörðinni, þá eru þessi orkusvið að sjálfsögðu mjög ríkjandi áhrifavaldar í því hvernig mannkyninu gengur að feta sinn stíg inn til framtíðar, inn til hærri vitundar, lengri og betri afkomu.
Stjörnurnar sem þið horfið á, á himinn hvolfinu eru þær sem stjórna stórum hluta orkuflæði mannsins út frá fæðingar afstöðu hans til þessara við komandi stjarna.
Stjörnurnar ríkja á himinn hvolfinu allt árið um kring það er rétt, en við verðum líka að horfa til þess að þær hafa veruleg áhrif inní orkuhjúp mannsins, hvernig gerist það?
Jú það gerist þannig að þær fá ákveðna orkulega afstöðu við viðkomandi einstakling út frá því sem þær ríkja þegar hann fæddist, það er nú ekki flóknara en það.
Við getum horft á það í fyrsta lagi að þá eru það fjórar stjörnur sem hafa mest áhrif inní orkuhjúp mannsins og þar með um leið orkuhjúp jarðarinnar, öll orkubeltin í kringum hanna, en það er máninn og sólin og síðan júpíter og satúrnus, vegna þess að þetta eru ákveðin elimennt í þessum fjórum stjörnum, þær mynda að því við getum sagt sama krossmarkið eins og alltaf er myndað í sambandi við allt jafnvægi.
Við þurfum líka að horfa til þess að þegar við horfum á þá orkusetningu sem stjörnurnar færa inn til okkar, þá þurfum við að horfa á þau tungl sem eru næst viðkomandi stjörnum, við þurfum að leyfa okkur að skilja það að stórstjarna getur þess vegna nánast bara dottið í höfuðið á okkur einum.
Við þurfum líka að horfa til þess að ef við horfum á satúrnus þá erum við að sjálfsögðu að hofa á þetta hálfa hjarta, en einnig það ber krossmarkið, vegna þess að ef þú horfir á réttan kross þá er hlutleysi í miðju hans, þá er jafnvægið í miðjunni á hinum rétta krossi hinum rétt arma krossi.
Ef við horfum á þann kross í þeirri mynd þá ríkir þar miðja og gegn slíkri miðju sem væri kringlótt í allar áttir hefði enginn nein svör.
Satúrnus vinnur í gegnum hjartastöðina við að hreinsa upp hinn falda þátt mannsins, oft á tíðum virkar þetta virkar þetta mjög erfitt fyrir manninn, þegar það tímabil er í orkuhring jarðarinnar þar sem Satúrnus er sterkur inni í orkuhjúp viðkomandi einstaklings, þá er hann oft mjög önnum kafinn við það að láta tilfinningarnar stjórna sér.
Við getum líka horft til þess að við þurfum að horfa á stjörnur eins og júpíter, júpíter vinnur fyrst og fremst í gegnum höfuðstöðina til þess að fá fólk til að skilja að það er fleira sem skiptir máli en hinn áþreifanlegi efniskenndi heimur í kringum það.
Júpíter er svolítið efnisgerður í sjálfu sér, en tilgangur hans er þó aðeins að vera það efniskenndur að hann geti leitt fólkið í ný heimkynni.
Síðan skulum við horfa á stjörnur eins og tunglið, sem er bara ein af stjörnunum í himinn hvolfinu, það er svona álíka að hafa utan um sig það orkusvið eins og að hofa beint inní tilfinningarnar, máninn kemur inná naflastöðina og hann virkjar hana fyrst og fremst og það er eftir því í hvaða samstöðum eða spennum hann er inná hvað hann fer nákvæmlega og hversu hann er harður húsbóndi.
Það er ekki kannski gott að segja með mjög ákveðnum hætti hvernig máninn gerir þetta eða hitt, vegna þess að hann er tiltölulega veikur fyrir jarðsambandi og þá ræðst það fyrst og fremst eftir því hversu gott jarðsamband hann fær hvað hann gerir hverju sinni.
Ef við horfum á þessa hluti út frá hinu sjónarhorninu, hvað er það sem getur hjálpað mannkyninu að lyfta tilfinningum sínum upp í æðri vitund?
Þá er það líka afskaplega einfalt svar, að þora að jarðbinda tilfinningarnar sínar og horfast í augu við þær, vegna þess að það eina sem getur lækkað tíðnina í líkamanum er skömmin sem við erum alltaf að bera með okkur.
En ef við horfum í lokin á sólina, sem skapar hinn jafnarma kross, sem skapar jafnvægið í miðjunni, að þá getum við sagt það að þegar að satúrnus hefur hreinsað hjartað og júpíter kennt okkur að skilja og meðtaka, tunglið jarðbundið tilfinningarnar okkar svo við getum horfst í augu við þær, þá tengjum við sólina inn í gegnum höfuðstöðina og búum eldhnött í miðjunni sem hjartastöðin er og upplýsum allan okkar líkamma og áruhjúp út frá henni, þannig að þar ríki ávalt kærleikur í öllu sem við gerum hvern einasta dag okkar æviskeiðs.
Þetta hljómar afskaplega einfaldlega en er það ekki og ég ætlast ekki til þess að það sé það.
Ef við síðan horfum á það að við tökum inn áhrifin frá þessum stjörnum fyrst og fremst og að þær eru stærstu áhrifavaldarnir í lífi hvers einstaklings, þá þurfum við að taka tillit til þess að ef þær réðu einar og orkurnar frá þeim, þá væri hægt að leiða allt mannkynið uppá hærra vitundarstig á nokkrum vikum, en maðurinn býr í orku hugarorkunnar orku sem er erfið og áreitandi við hvern einstakling og þess vegna hefur hún svo mikill áhrif á þær orkur sem stjörnurnar senda inn, hugarorkan hindrar mánann í að jarðbinda tilfinningarnar, hugarorkan kemur inná hjartað og hindrar satúrnus í að hreinsa upp tilfinninga þáttinn í hjartanu og hann verður að taka við að hreinsa huglíkamann í staðinn til þess að geta haldið áfram með ætlunarverk sitt og hugurinn grípur það sem júpíter færir inn sem skilning og þekkingu, togar og teygir í allar áttir í efa og ótta, þannig að það tekur stundum margar jarðvistir að læra, það hvernig það megi minka þessi áhrif hugarokunar á innstreymi stjarnanna.
Það er ekki fyrr en þú nærð að verða meðvitaður um þínar orkulegu tengingar sem að þessir hlutir geta farið að ganga fyrir sig á einhverjum eðlilegum hraða, því að það sem allaf skiptir máli er það að ná að láta hjartastöðina skína óháð í kærleika, óháða hugsunni, óháða tilfinningunum, ekki vegna þess að það sé búið að einangra hana frá hinum þáttunum, því að þá getur hún ekki skinið, hún verður að hafa brautina niður í hjartastöð og hún verður að hafa brautina upp til hjartastöðvar til þess í sjálfu sér að geta skinið út í gegnum hendurnar og fyllt þannig krossinn og verið sem gimsteinn á milli armanna.
Þessi kross er það sem við erum að leggja til grundvallar í dag gagnvart þeim sem vinna með ljósið, að hann sé heill hjá þeim sem vinna til þess að þeir megi vera lausir við duttlunga særða tilfinninga eða minnimáttar kenndar hugans.
Við þurfum líka að horfa til þess þegar við horfum á áreitið frá orkunni í kringum okkur, að ef við ekki höldum vöku okkar við það að verja orkustreymið okkar, ef við ekki höldum vöku okkar til þess að verja okkur gagnvart áreitinu, að þá mun það vinna á okkur smá samann.
Vegna þess að allt sem er neikvætt treður sér áfram, tranar sér fram og það getur höggvið skörð í orkuhjúpinn okkar ef við getum orðað það þannig, þó að aldrei komi nú á hann göt eða annað slíkt, en hann bælist undan áreitinu og ef við styrkjum ekki ávalt útviði orkuhjúpsins okkar, þá mun hann bara minka og dragast samann og áreitið verða erfiðara og erfiðara fyrir okkur í heild sinni.
Þetta er tiltölulega einfalt, við þurfum alltaf að vera meðvituð um það að við erum skínandi ljós, sem erum að geisla ljósinu frá okkur útí umhverfið og við eigum alltaf nóg ljós til að geisla frá okkur, vegna þess að uppsprettan er óþrjótandi og það er ekki neitt skömmtunarkerfi þarft á því magni sem við geislum frá okkur, það er aðeins þarft að huga að því orkustreymi sem að fer í gegn þegar menn vinna á meðvitaðan hátt.
Með ljóssins kærleika.
Sanat Kumara. |