Það sem gerist við opnun.
Það sem gerist þegar fólk opnast andlega og tilfinningalega er, í fyrsta lagi fer það að verða meðvitaðra um sjálft sig, orkulega og tilfinningalega, í öðru lagi að það byrjar að taka inn á sig tilfinningar annarra.
Það sem veldur því að fólk tekur inn á sig tilfinningar úr umhverfinu við opnun er, að tilfinningarnar verða miklu virkari, en tilfinninga sviðið opnast einna fyrst, þegar það opnast tökum við inn tilfinningar annarra og séum við ekki meðvituð um það þá veldur það geysilegu ósamræmi með okkur sjálfum.
Hverjar eru þessar tilfinningar?
Þessar tilfinningar eru málin sem fólkið í kringum okkur er að veltast með (vandamál þess), þegar þessi mál bætast við okkar mál, þá verður skiljanlega talsverðu þrýstingur á okkar eigið kefi, oft ráðum við illa við að skilgreina þessa hluti í dagsins önn, þess vegna er vörn besti kosturinn, til að hlífa okkur og halda orku-stigi okkar.
Síðan eru þær tilfinningar sem tilheyra anda-heiminum, annar hluti þeirrar ástæðu að vörn er nauðsynleg, því það eru verur þarna hinu megin sem vilja komast í samband og fá hjálp okkar með sín mál (vandamál), mál sem þær luku ekki við sjálf í jarð-vistinni og er það bæði jákvæð mál og neikvæð, við hjálpum þessum verum ekki með að fara inn í þeirra eigin svið, við verðum alltaf að vera á okkar eiginn forsendum og okkar sviði.
Þegar við verjum okkur er best að byrja á, að vefja sig í hvítt ljós, til þess eru margar aðferðir og hver verður að finna sína eigin aðferð, en á meðan fólk er að finna sína leið getur það byrjað á, að hugsa sér að það sjái sig í hvítu eggi, sem nær utan um það allt og hylur allan líkamann, eggið er notað vegna þess að það er sterkasta form sem til er og því til valið í þessu skyni.
Hvers vegna vörn?
Þegar fólk byrjar að opnast og verða næmt, þá byrjar það líka að taka inn á sig áhrif úr umhverfinu, bæði góð og slæm, og það byrjar að missa orku og verða þreytt í tíma og ótíma.
Áhrifin sem fólk tekur inn lýsa sér í því, að fólki fer að líða á ýmsan veg án þess að átta sig á líðan sinni, þetta getu verið bæði jákvæð og neikvæð líðan, þó er algengara að hún sé neikvæð því fyrir henni finnum við betur og meira.
Um það sem er kallað orku þjófnaður.
Orku þjófnaður er í raun afskaplega sjaldgæfur, því það sem er ekki gjört meðvitað getur vart talist þjófnaður, flestir dragast að þeim sem eru orku miklir og nærast þannig ómeðvitað, vegna þess að þá vantar orku, þó er til næmir einstaklingar sem stunda að sækja orku til annarra, á meðvitaðan hátt, það eru einu orku-þjófarnir sem bera nafn með réttu.
Þeir sem ómeðvitað sækja orku til þín, gera það vegna þess að þeim líður betur í þinni návist og gera sér öllu jöfnu ekki grein fyrir ástæðunni.
Þegar við á þennan hátt erum að verða meðvituð um orku-flæðið í kringum okkur, getum við viðhaldið okkar eiginn orku, með því að tengja okkur á meðvitaðan hátt við alheims-orkuna, það gerum við t d með því, að sjá fyrir okkur skæra ljóskúlu (sól) fyrir ofan höfuðið okkar og tengja okkur við hana með hvítum ljós þræði.
1999. Finnbogi Rúnar.