En um þroska sálar.
Þroski sálar er tvennskonar.
1. í fyrsta lagi eru þroskaðar sálir sem koma til að færa inn ákveðna þekkingu.
2. í öðru lagi eru þær sálir sem koma til að auka þroska sinn.
1) Þær sálir koma og vinna ákveðin verk í þjónustu við almættið og koma með allan þann þroska með sér sem þær þurfa að nota og verðu því þeirra þroska-vinna eingöngu fólgin, í því að verða meðvituð um sína visku og fyrri lærdóm, það hefur reynst mörgum ærið erfitt viðfangsefni í gegnum tíðina, þessar sálir koma með þroska hulur með sér og nota þær í vinnu sinni.
Sálin keppist við að búa til hulur dagvitundinni til þroska, á sama tíma og maðurinn (dag-vitund mannsins) keppist við að leysa úr þeim.
Sálin hefur nægan þroska í öllum tilfellum til að takast á við jarð-vistina, en er bundin í þær aðstæður að geta ekki nýtt sér þroska sinn, vegna þess að þá teldist hún skrýtin af þeim sem eru skemur komnir, þessi ágalli er hefting jarð-vistarinnar og holdsins.
Þroskinn er ekki fólgin í að reyna að muna það sem sálin veit fyrir, heldur að leysa þau verkefni sem sálin tók að sér, en til þess að geta byrjað þarf sálin að vekja vitneskju dagvitundarinnar um sig og ætlunar verk sitt, þetta tekur oft fleiri en eina jarð-vistir.
2) Í öðru lagi eru sálir sem koma til að auka þroska sinn og bæta við vitneskju sína, þessar sálir þurfa ekki að vera meðvitaðar um sína fyrri visku og kjósa yfirleitt, að ganga jarðvistina ómeðvitaðar um fyrri líf, þó eru til þær sálir, sem eru að læra um hvernig er að vera meðvitaður, hvernig er að sækja fyrri þroska, þessum sálum gengur yfirleitt erfiðlega að sætta sig við þá staðreynd, að það sé einhvað til sem þær sjá ekki og skilja ekki, enda eru þær að læra af því.
Sálir sem eru í þroska leit eru yfirleitt afskaplega þröngsýnar á sinn uppruna og afneita honum, þetta stafar af hræðslu, við að þær fari með því yfir á ranga braut og skemmi það sem þær komu til að sækja.
Finnbogi Rúnar.
Um leið gömlu sálnanna á jörð.
Gömlu sálirnar koma til jarðar öðru hvoru í ákveðnum tilgangi, þær koma þá án þess að vera bundnar af karmalögmálinu.
En þær þurfa að hafa leið og takast á við að verða meðvitaðar, til þess taka þær með sér svo kallaðar hulur, hulurnar vinna þannig, að þær vekja endurspeglun liðinn atburð og nýta þá (atburðina) til að vekja þroskann, í því sambandi horfum við á liðna atburði og látum þá fara með okkur í gegnim tilfinningarnar, til þess að átta okkur á því sem skiptir máli.
Í slíkri þroska vinnu er tilgangurinn fyrst og fremst að sækja þá þekkingu sem er til staðar ekki að skapa nýja.
Hulurnar gegna fyrst og fremst þeim tilgangi, að kenna hinni daglegu vitund, að víkja rökhyggjunni til hliðar.
Þar sem ekki er hægt að senda full meðvituð börn inn til jarðarinnar, þá byggjast upp allskonar hindranir í uppeldinu, sem þarf að hreinsa út, ein þessara hindrana er rökhyggjan, og jafnframt sú erfiðasta að eiga við, því allt sem ekki passar inn í hennar ramma vill hún henda út sem röngu, og byggir síðan upp hræðslu við allt ef henni tekst ekki að hreinsa strax út.
Meira um hindranir gamalla sálna síðar.
Fræðsluráð sjöunda geisla.