19.03.01.
Þegar skoðun jarðvistar líkur.
Þegar sálin hefur lokið sinni skoðun á liðinni jarðvist, tekur hún að nýta þann fróðleik, sem hún varð sér út um og raða honum inn í sinn reynslu sjóð og bera saman, á meðan hún gerir það starfar hún líka að ýmsum verkum og ber þar hæst ýmiskonar hjálparstaf og oftar en ekki, nýtir hún reynslu síðasta jarðvistar skeiðs í þeim tilgangi.
Einnig er hluti af hennar starfi fólgið í því, að fræða þær sálir sem eru á leið til jarðarinnar, færa þeim fróðleik um það sem þeim reyndist erfiðast að takast á við og hvað hefði mátt vera þyngra og hvað hafi verið vanmatið áður en þær fóru. Síðan kemur að því, að sálin velur sér næsta verkefni og þar getur verið um að ræða hvortveggja, að starfa á einhverju sérhæfðu sviði í hinum andlega heimi, eða fara aftur til jarðarinnar.
Þangað til að þessu vali kemur, er afskaplega misjafnlega langur tími, en þó aldrei nú orðið minna en þrjú ár, en oftast eru þetta frá tíu til fimmtán ár á milli, en geta lengst orðið eitthundrað og fimmtíu ár, til framtíðar litið mun þessi tími lengjast.
Um hjálparstarfið milli lífa.
Á milli lífa vinna sálirnar hin ýmsu störf, þó aðallega hjálpar störf.
Sú vinna felst fyrst og fremst í hjálp, við sálirnar sem eru í holdi og þá aðallega, í kringum sjúkdóma holdsins og nýta þær sér þá sína þekkingu á holdlegum kvillum, einnig er mikill hjálp unnin við geðlíkamann og tilfinningalíkamann, þessi svið eru þeim sem nýlega hafa verið á jörðinni auðveldust, vegna tengsla þeirra við jarðsviðið, einnig veita þessi störf sálinni mikinn skilning á því, hvernig skuli hirða og umgangast líkamann og hvernig tilfinninga og geð líkamarnir vinna og hvernig er best að hafa stjórn á þessum líkömum. Einnig vinna sálir milli lífa mikill og stór afrek í heilun jarðar og í hirðingu hennar, með þessari vinnu er verið að færa sálinni, þekkingu á mikilvægi þess, að virða móðir jörð og náttúruna alla.
Síðan fer alltaf þó nokkur tími, í að viðhalda gömlum tengslum, kenna öðrum sem eru neðar í þroska stiganum og síðan er það mikilvægasta, það er að færa reynslu sína heim, í sjóðinn sem sálna fjölskyldan ber saman og vinna þannig að meiri og stærri samruna vitundarinnar og á einhverjum tímapunkti kemur að því, að sálin rennur saman við sína heild sína vitund, á þessum tímum sem nú eru, er nokkuð mikið um að vitundir séu að stækka og búa sig undir nýja tíma og nýtt hlutverk.
Að hjálpa sjálfum sér.
Um sjálfsvinnu.
Það að taka til í eigin garði getur oft skipt sköpum um það hvernig okkar líðan er í hinu daglega lífi.
Við erum öll tilfinningaverur og að geta sæst við eigin tilfinningar hlýtur því að vera mikil bót og léttir. Við skulum byrja á því að fjalla lítils háttar um óttann við sársaukann, allir óttast að sársaukin sé svo mikil að þeir láta yfirleitt kyrrt liggja, víst getur sársauki fylgt þessari vinnu, en það er misskilningur að hann verði til við hana, því hann er til staðar og engin nýr sársauki skapast, oft er fólk miklu verr haldið af þessum sársauka en það gerir sér grein fyrir, því hann litar allt líf þess og samskipti við annað fólk.
Fólk hefur kannski tekið eftir, að það bregst við hinu ýmsu hlutum hjá öðrum og ýmsu í fari annarra á ólíklegasta hátt, svo það skilur ekki neitt í því sjálft, þarna spilar þessi sársauki aðalhlutverkið, ef við hins vegar tökum okkur til og skoðum þennan sársauka og heilum hann kann það að vera sárt á meðan það stendur yfir, en það er þá í stuttan tíma og við í staðin hættum að verða fyrir stöðugu sársauka áreitni í daglega lífinu og okkur líður almennt séð betur.
Um nauðsyn sjálfs-heilunar.
Þegar við erum að heila okkur sjálf, erum við að vinna þá vinnu sem skilar okkur mestum gróða og mestri ánægju til lengri tíma litið og við erum að skila okkur áfram til meira ljóss og skærara.
Þessi heilun getur tekið nokkurn tíma og krefst þolinmæði og hún er ekki auðveld í framkvæmd, hvað varðar þær tilfinningar sem flæða á meðan byrjunin gengur yfir, en þegar komið er á stað finnur fólk fljótlega mun á sinni tilfinningalegu líðan. Það sem mestu skiptir í þessu sambandi, er að það kemur ný líðan þegar til lengri tíma er litið og þessi stöðuga sársauka áreitni hverfur smá saman.
Það ætti fólk líka að hafa í huga, að þessi vinna hjálpar því þegar kemur að því að skipta um tilverustig og hefja göngu í andanum.
Finnbogi Rúnar.