07.05.01.
HUGLEIÐING UM BIRTINGUNA. Annar hluti.
2 SAMRÆMI.
Í samræminu er tveir höfuð þættir sem við þurfum að ná tökum á, í fyrsta lagi er það togstreitan, til að ná tökum á togstreitu þurfum við að uppræta það sem togar okkur í allar áttir það verkefni er hverjum verðugt viðfangsefni en er mjög einstaklings bundið fyrir hvern og einn þó er það öllum sameiginlegt að þurfa að sleppa í ljósi og kærleika þeim hlutum sem eru að toga í metnað og frama, í öðru lagi er það að ná sáttum við sjálfan sig og það sem við erum og um leið að byrja að leita eftir sínu hlutverki og að sættast við það, í þessu tilfelli er það mikilvægast að hafa það hugfast að enginn er fullkominn og ekkert er í sjálfu sér gefið í þeim efnum og við erum alltaf þess verðug sem okkur stendur til boða.
Þessar tvær birtingar eru í raun grunnur sem allir sem koma nálægt ljós vinnu ættu að einsetja sér að ná, þær sem á eftir koma þurfa ekki að prýða hvern og einn.
3 JAFNVÆGI.
Jafnvægið er mjög mikilvæg birting nú geta margir sagt já en samræmi og jafnvægi er sami hluturinn ÉG SEGI NEI þetta eru tvö aðskilinn atriði þú getur náð samræmi án þess að hafa jafnvægi því að jafnvægið sýnir þú í samskiptum við annað fólk aðrar sálir aðra anda birting jafnvægis er fyrst og fremst í tveim liðum, í fyrsta lagi með því að skoða þín samskipta munstur við aðra og þannig finna hvar eru núnings fletir í návist annarra og heila og gera upp þessa fleti, og í öðru lagi að skoða þitt samskipta- net finna það sem er þér eðlilegt og sjálfsagt og finna þín mörk og mörk annarra og gera það að ómeðvituðum sjálfsögðum hlut í þínum samskiptum.
(Nokkur orð um ómeðvitað og meðvitað, ómeðvitað er að mínu viti sá hlutur sem við gerum án þess að þurfa að á setja okkur hann í hvert skipti sem við notum hann með öðrum orðum kemur frá hjartanu "getur líka komið frá huganum en komi hann frá huganum eru menn vart að leita jafnvægis, meðvitað er það að vera að á setja sér alla hluti fyrirfram áður en þeir eru framkvæmdir í hvert sinn og þurfa ekki að koma frá hjartanu").
Finnbpgi Rúnar.