Til Baka

Spurningar.
Má bjóða þér að leggja spurningu fyrir Saint German? Ef svo er sendu mér hana þá í tölvupósti og hún verður lögð fyrir á opnu transfundunum.

 

 

 

Ég hef starfað sem miðill frá 1998 og sem transmiðill frá 2000.
Í vökumiðlun leitast ég við að færa það fram sem ég sé og heyri þannig að hægt sé að bera kennsl á það af þeim sem það er ætlað, en í transmiðunni er fyrst og fremst um fræðslufundi að ræða, þar sem þær verur sem með mér starfa koma með fróðleik og þá sýn á lífið sem þeir hafa.
Frá því um vorið 2000 hef ég boðið uppá opna transfundi þar sem öllum er frjálst að mæta, þessir fundir eru fræðslu fundir og eru byggðir uppá fyrirlestri (eða pistli) og síðan er opnað á spurningar frá þeim sem á fundinum eru og geta þær verið bæði um efni fyrirlestursins eða hvað það sem viðkomandi vill spyrja um.
Það sem ég bíð uppá er, einkatíma í vökumiðlun, ráðgjöf, fyrirbænir, einnig er ég að byrja að bjóða uppá lestur í gegnum netið og síðan eru það Opnutransfundina.
Allar nánari upplýsingar í síma 895-0643, eða í gegnum tölvupóst.
Með kærleika og ljósi.
Finnbogi Rúnar.